Hræsni

Þeir eru að verða aumkunarverðir, þingmenn Hryfingarinnar. Nú vitna þeir í reglur sem eiga sér enga stoð. Auðvitað er þetta bara þáttur í pukrinu með norrænu velferðarstjórninni. Það má ekki styggja dramadrottningarnar tvær JS og SJS. Það vita það allir að stjórnin er í raun orðin minnihlutastjórn og þingmenn hreyfingarinnar halda henni á floti. Þeir hafa fengið einhverja dúsu í staðinn. Formaður landskjörstjórnar segir með réttu að ekkert sé því til fyrirstöðu að kjósa um fleira enn eitt mál í einu í sömu kosningunum. Það eru margir farnir að skjálfa. Það líður að skuldadögum og þarf að pukrast og blekkja enn meira en nokkru sinni fyrr. Lýðræðisástin er afar sérkennileg hjá sumu fólki.
mbl.is Spurning um ESB á öðrum kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll Sigurður, Mig langar að spyrja þig lögmanninn álits á því sem sett er fram á vefsíðunni http://www.kjosendur.is þar sem verið er að safna undirskriftum til að skora á forsætisráðherra að rjúfa þing og boða til kosninga þar kemur fram eftirfarandi sem afritað er af þeirri síðu. 

Verði forsætisráðherra ekki við áskorun okkar um að biðjast lausnar skorum við á forseta Íslands að rjúfa þing og boða til kosninga í samræmi við 24. gr. Stjórnarskrár lýðveldisins Íslands.

Nú ganga fylgismenn núverandi ríkisstjórnar fram hver af öðrum og lýsa því yfir að verið sé að hvetja forseta til stjórnarskrár brots. 

Hvaða álit hafa lögmenn á þessum staðhæfingum?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 11:09

2 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Í umsögn Landskjörstjórnar segir í 4. lið um tillögu Vigdísar:

 ,,Sú tillaga sem lögð er fram á þingskjali 1106 er svohljóðandi:
1. Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Einnig skulu greidd atkvæði um það hvort stjórnvöld eigi að draga umsókn islands um aðild að Evrópusambandinu til baka.


2. Heiti tillögunnar verði: Tillaga til þingsályktunar um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að frumvarpi til stjórnarskipunarlaga og tiltekin álitaefni þeim tengd, auk atkvæðagreiðslu um
umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu.


í  samtali við ritara stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í dag kom fram að hin eiginlega spurning, sem óskað væri umsagnar um, væri á þingskjali 1028. Spurningin er svohljóðandi:

Við 3. efnismálsgrein bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Vilt þú að stjórnvöld dragi
aðildarumsókn islands að Evrópusambandinu til baka?

* Já.
* Nei.

Eins og orðalag spurningarinnar ber með sér felur hún í sér sjálfstætt málefni sem
ekki á sér efnislega samstöðu með þeim spurningum sem lagðar eru til á þingskjali 1098. Er því ljóst eins og leiðir af þingskjali 1106 að um tvö sjálfstæð málefni er að ræða. Samkvæmt 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010 getur Alþingi ályktað að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um „tiltekið málefni eða lagafrumvarp". Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir því að túlka beri hugtakið „málefni" rúmt verður sú ályktun samt dregin af orðalagi ákvæðisins og lögskýringargögnum að gert sé ráð fyrir því að á sama kjörseðli sé spurt um eitt tiltekið málefni, sbr. 2. mgr. 3. gr. laganna og séu spurningar fleiri en ein, þá eigi þær sér efnislega samstöðu með því málefni sem þær lúta að. Að öðrum kosti er hætta á ruglingi og að ekki náist fram skýr afstaða til málefnisins.


Að ofangreindu virtu er það mat landskjörstjórnar að orðalag og framsetningu
spurningar á þingskjali 1028 sé með þeim hætti að henni verði svarða með „Já" eða „Nei". það er hins vegar Alþingis að ákveða hvort fram eigi að fara sérstök
þjóðaratkvæðagreiðsla um málefnið, sbr. 1. mgr. 1. gr. laga nr. 91/2010.

http://www.althingi.is/pdf/umsogn.php4?lthing=140&malnr=636&dbnr=2517&nefnd=se

Þórður Björn Sigurðsson, 24.5.2012 kl. 11:34

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það er lítið mál að hafa 2 kjörseðla enda hefur það oft verið gert. Forseti getur ekki beitt 24. gr. nema stjórnin fái á sig vantraust og neiti samt að fara frá. Mergur málsins er sá að lýðræði kemur núverandi Alþingi ekkert við. Klækjastjórnmál, plott og óheilindi eru ær og kýr allt of margra alþingismanna. Það er ömurlegt að geta ekki kosið með góðri samvisku í næstu þingkosningum. Flokkur Lilju er þó hugsanlegur möguleiki.

Sigurður Sveinsson, 24.5.2012 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband