Glóra.

Það er gott til þess að vita að ekki skuli allir samfylkingarliðar láta pólitíkina villa sér sýn. Þetta er auðvitað laukrétt hjá Kristínu Heimisdóttur. Forsætisráðherrann er nú heldur ekki skærasta stjarnan í pólitíkinni. Sérfræðinanefndinni var falið að yfirfara tillögur stjórnlagaráðs með þeim takmörkunum að mega alls ekki leggja til efnisbreytingar á þeim. Og það er líka rétt hjá Kristínu að lagatækni eða lögtækni er hugtak sem hefur enga fræðilega skýringu innan lögfræðinnar. Mest notað af fólki með mikla minnimáttarkennd gagnvart þeim sem einhver skil kunna á íslenskri lögfræði. Og þá í niðrunartilgangi sem er afar áberandi hjá mörgum bloggurum t.d. Jónasi Kristjánssyni ritstjóra. Sá þekkir varla verra skammaryrði en orðið lagatæknir. Sérfræðinganefndin hefur lagt til a.m.k. 85 breytingar á orðalagi vitringanna í stjórnlagaráði. Hún hefur líka lagt til að fengnir verði erlendir sérfræðingar til ráðuneytis um tillögurnar. Jafnvel Valgerður Bjarnadóttir hefur ljáð máls á að svo verði gert. En þó því aðeins að það rúmist innan tímaramma. Hvaða tímaramma? Æðibunugangurinn við að reyna að þvinga þessar breytingar í gegn er slíkur að óbætanlegt tjón getur af því hlotist.Forsætisráðherra segir að að álit sérfræðinganefndarinnar sé gæðastimpill. Á sama tíma lýsir sá sami forsætisráðherra að nokkrir prófessorar í lögum og stjórnmálafræði við háskólann hafi ekkert vit á þessum málum. Fólk sem hefur þó málfrelsi til að tjá skoðanir sínar á öllu þessu ferli og gefa því einkunn. Falleinkunn, eins og það á skilið. Ég vona að viðspyrna við þessu glapræði verði mikil á Alþingi. Það er hið besta mál að gera breytingar á núverandi stjórnarskrá. En offorsið, sjálfhverfan og heimskan mega ekki ráða þar för. Þeir sem æstastir eru í að þvinga þetta rugl í gegn leggja flestir áherslu á að halda verði "skítugum puttum lagatækna" frá því. Þetta sé stjórnarskrá fólksins. Svona eins og að passa vel uppá að skurðlæknar séu allir víðsfjarri þegar uppskurður er framkvæmdur.


mbl.is Þversögn hjá ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband