Réttur maður.

Ef það verður ofan á að þessi maður verði viðskiptaráðherra er þjóðin heppin. Það er ekki hægt að ætlast til að hann geri kraftaverk í einni svipan og enginn er öfundsverður af að taka við ráðuneyti í nýrri stjórn.  Mjög stuttu fyrir bankahrunið sagði hann að allir bankarnar væru gjaldþrota og Sigurður í Kaupþingi vandaði honum ekki kveðjurnar. Hann reyndist sannspár og ég óska honum sannarlega fararheilla í nýja starfinu.

 


mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála! Og guðsþakkarvert að Lúðvík Bergvinsson verði ekki dómsmálaráðherra og fái helst ekkert ráðherraembætti. Ef Björg Thorarensen tekur að sér embætti dómsmálaráðherra bíður hennar gríðarlegt verkefni við lagfæringar á öllum skemmdarverkum Björns skaufhala Bjarnasonar í þeim málaflokki. Það ber hæst meindýraeyðing í æðstu embættum lögreglunnar, að fleygja út óhæfum lögreglustjórum þeim Haraldi Johannesen og Stefáni Eiríkssyni auk þess að leggja niður starfsemi ríkislögreglustjóra og greiningarnjósadeild skaufhalans.

corvus corax, 30.1.2009 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband