Blessuð menningin.

Það er afar gott mál að stórmeistararnir okkar skuli fá laun frá ríkinu. Þessi göfuga hugaríþrótt og listgrein í leiðinni á að njóta sannmælis því hún hefur oft borið hróður okkar um heimsbyggðina. Mér er ógleymanleg frammistaða Friðriks Ólafssonar í gamla daga. Gat varla sofið af spenningi þegar hann tók þátt í skákmótinu í Portoros 1958 og stóð sig frábærlega. Þar var líka vinur okkar Bobby Fischer, þá aðeins 15 ára gamall. Úrtölur og smámunasemi eiga illa við í þessu sambandi. Það sama gildir um listamannalaunin. Þetta eru smáaurar miðað við allt féð sem bruðlað er með í tóma dellu. T.d. mætti spara mikla peninga í utanríkisþjónustunni þó við héldum áfram öflugu starfi á alþjóðavettangi. Varnarmálastofnun er líka gott dæmi um afar fáfengilegt bruðl sem við höfum ekkert með að gera. Höldum áfram að launa listamenn okkar og aðra andlega snillinga. Við höfum vel efni á því þó harðnað hafi á dalnum. Ráðuneytin eru líka ofhlaðin af fólki sem þangað hefur verið ráðið á pólitískum forsendum einum saman. Því miður er það yfirleitt flokksskírteinið sem blívur og það hefur þvi miður engin pólitísk siðbót orðið með norrænu velferðarstjórninni sem nú situr.
mbl.is Óskýrar reglur um laun stórmeistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Elías Hansson

Þessir menn eru flestir hættir að tefla erlendis.

Þeir tefla lítið hér heima, þeir sinna sinni vinnu og þiggja þetta fyrir afrek sem voru unnin á árum áður.

Það ber að afnema þessar launagreiðslur strax, ásamt því að leggja listamannalaun niður.

Þetta fólk getur bara unnið fyrir sér eins og hver annar.

Sveinn Elías Hansson, 13.1.2010 kl. 18:23

2 identicon

Þetta mál einkennist af hinum dæmigerða stormi í vatnsglasi, sem stundum er kenndur við smjörklípu. 

Tek undir með þér Sigurður að "þetta eru smáaurar miðað við allt féð sem bruðlað er með í tóma dellu...og það hefur þvi miður engin pólitísk siðbót orðið með norrænu velferðarstjórninni sem nú situr."  Já, smjörklípa hvað?  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.1.2010 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband