Meinloka Steingríms.

Þetta er að sjálfsögðu laukrétt hjá þeim Jóni Steinari og Sigurði. Jóhanna og Steingrímur verða að hlusta í stað þess að berja hausnum við steininn og þykjast vita hvað okkur er fyrir bestu. Það er auðskilið hversvegna Jóhanna er föst á þessum stað. Icesave er í hennar augum aðeins fórnarkostnaður sem þarf að færa svo hægt verði að véla okkur inn í ESB þvert á meirihlutavilja þjóðarinnar. Steingrímur er hins vegar haldinn alvarlegri meinloku um að lengra verði ekki komist og getur ekki skilið að Svavar Gestsson var rangur maður á röngum stað í samningagerðinni.Auðvitað eru flestir landsmenn löngu búnir að fá nóg af þessu máli. En það má alls ekki verða til þess að við samþykkjum þessar drápsklyfjar. Þetta mál er svo dapurlegt frá upphafi að það er þyngra en tárum taki. Höfuðábyrgðina bera íhald og framsókn þó SF eigi líka verulegan hlut. Það þýðir ekkert fyrir SF liða að tala bara um hrunflokkana 2. Hrunflokkarnir eru einfaldlega 3. Það vitum við öll. VG verður með engu móti kennt um hvernig fór enda algjörlega áhrifalaus flokkur þegar allt fór á hliðina. Það er grátlegt að sjá sinn gamla foringja, Steingrím Sigfússon, eyðileggja flokk sinn með þeim hætti sem hann er að gera. Ég er viss um að það er að sumu leyti ómeðvitað þó ég þekki ekki manninn persónulega. Er öllu fórnandi fyrir nokkra ráðherrastóla? Ráðherrastóla í ríkisstjórn ,sem ver fjármagnseigendur með kjafti og klóm meðan mörgum heimilum landsins blæðir út. Og leyfir sér að kalla sig norræna velferðarstjórn.Kannski var þessi tilraun VG um stjórn með SF dæmd til að mistakast frá upphafi.Flokkarnir eru ólíkir og SF er reyndar enginn vinstri flokkur. Það sannar félagsmálaráðherra þessarar stjórnar best. Kannski höfum við alltaf verið óttalegt bananalýðveldi. Lýðræðið hefur aldrei verið hátt skrifað í í íslenskum stjórnmálum. Flokksræðið mun ganga frá okkur ef við gerum ekki hugarfarsuppreisn. Fyrir mér eru íslensk stjórnmál nú það dapurlegasta í veröldinni. Ég er kominn yfir miðjan aldur svo þessi staðreynd skiptir ekki meginmáli. En ég vona sannarlega að afkomendur mínir verði heppnari.
mbl.is Vilja að lögð verði áhersla á að fara með Icesave fyrir dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugsanlegt væri að lánendur okkar myndu draga til baka boð sín um lán þar til niðurstaða um Icesave fengist sem myndi setja allt á annan endann. Þetta vita Steingrímur og Jóhanna. Jón Steinar og Sigurður Líndal eru ekki á milli steins og sleggju rétt eins og ráðamenn okkar en það breytir ekki boðskapnum. Ég held að til þess að fá sem farsælasta lausn á þessu máli verðum við að vísa Icesave til óháðra dómstóla sem Íslendingar, Hollendingar og Bretar geta verið sammála um. Ég væri frekar til í það að taka á mig aukin skattgjöld og vesæld svo lengi sem ég vissi að málið hafi verið dæmt eftir málsgögnum en ekki pólítískri stöðu landanna. Ísland, eins og flestir vita, hefur ekkert pungtak til þess að beita við samningagerð og verður bara að gera eins og stóru strákarnir segja.

Hvar er svo þrautseigja og harka Steingríms þegar maður þarf á henni að halda? Hann er eins og kettlingur í öllum stjónvarpsviðtölum!

Helgi Heiðar Steinarsson (IP-tala skráð) 25.1.2010 kl. 08:30

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála ykkur þetta blasir við að icesave er lykill að ESB og alveg sama hvaða rök eru á móti þá skal það í gegn Steingrímur búinn að tapa öllu trausti og von hans úti um að vera nokkurntíman framar í stjórn það læðist að mér sá grunur að hann geri sér grein fyrir því þess vegna hangir hann á prikinu eins og óður hani tekur engum rökum lætur bara hænsa flokkin teima sig til glötunar.

Sigurður Haraldsson, 25.1.2010 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband