Svindl.

Það verður minna úr aurunum handa Steingrími garminum ef kaupmennirnir ætla að stinga hækkuninni í eigin vasa. Það er þó til eitt óbrigðult ráð við þessu. Nú legg ég til að reykingamenn taki mig sér til fyrirmyndar. Ég hætti að reykja þann 4. desember s.l. Úr því að ég gat þetta eftir að hafa verið reykþræll í 45 ár geta það allir.


mbl.is Birgðu sig upp af tóbaki og hækkuðu verð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Þegar auraráð landans eru að verða að engu, er lag að hætta að reykja og auka um leið líkurnar á betri heilsu út lífið.  Áfengisneytendur ættu líka að hugsa sinn gang.  Þeirra böl er meira en reykingamanna ef þeir ánetjast veigunum.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 30.1.2010 kl. 13:56

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Af því að ég gat það, geta það allir! Núna þurfa íslendingar að auka reykingar og brennvínsdrykkju með öllum ráðum. Skatttekjur eru mikilvægar svo allir verða að taka þátt.

Nú er engin tími að hlusta á heilsumál og annað sem engu máli skiptir. Látum alla reykja og drekka mikið svo peningar komi til Ríkissins...

Óskar Arnórsson, 31.1.2010 kl. 07:07

3 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Þetta er auðvitað laukrétt. En ég bæti Steingrími þetta upp með því að vera úti að aka mestan hluta dagsins. Þá fæ ég líka eitthvað fyrir mengunarskattinn.

Sigurður Sveinsson, 31.1.2010 kl. 08:10

4 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Hvað með þá sem vilja reykja? Ég keyðjureyki  og hef reykt í ´8 ár og ég elska það og mundi reykja 3 pakka á dag ef ég ætti efni á því

Alexander Kristófer Gústafsson, 31.1.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband