Dýr orð.

Þeir verða okkur dýrir að lokum úrtölumennirnir í deilunni við breta og hollendinga vegna icesave reikninganna. Þessi prófessor hefur margoft málað skrattann á vegginn og virðist hreinlega ganga erinda nýlenduþjóðanna sem vilja kúga okkur með öllum tiltækum ráðum. Það er þó gott að einn þingmaður skuli enn tala máli okkar með afar skýrum hætti. Ég hef lengi haft mikið álit á Ögmundi Jónassyni. Einlægasta og heiðarlegasta manninum sem nú situr á Alþingi íslendinga. Steingrími hefur ekki tekist að þagga niður í Ögmundi eins og sumum öðrum vopnabræðrum sínum. Eins og komið er fyrir Alþingi nú, spillingunni og sukkinu sem enn tröllríður öllu í íslenskri pólitík og stjórnsýslunni, er afar mikilvægt fyrir okkur að eiga að fólk á borð við Ögmund. Svo grætur forsætisráðherrann í sjónvarpinu yfir að bankarnir skuli nú vera að afhenda Ólafi Ólafssyni Samskip á ný. Viðtalið við Jóhönnu í gærkvöldi sýnir betur en nokkuð annað á hvað leið þessi norræna velferðarstjórn er. Innihaldsleysið í loforðunum um skjaldborgir og velferð er algjört. Jóhönnu varð tíðrætt um öll afrek þessarar stjórnar á því ári sem hún hefur setið. Engin stjórn hefur þó valdið lítilmagnanum í þessu þjóðfélagi meiri vonbrigðum en sú er nú situr. Hún hefur enga nýja sýn á vandamál þjóðarinnar. Engar lausnir heldur. Engin tiltekt hefur farið fram í hinu gjörspillta kerfi. Því fyrr sem við losnum við hana því betra.
mbl.is Gegn hagsmunum Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er dapurlegt til þess að hugsa að vandað fólk í VG þurfi að lenda í slagtogi með óprúttnum aðilum sem svífast einskiss gagnvart þjóð sinni í þeim tilgangi að koma henni í ESB.

Sigurður Þórðarson, 3.2.2010 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband