6.2.2010 | 08:19
Hinir ómissandi.
Það er auðvitað sjálfsagt að Jóhanna og Steingrímur yfirtaki þennan sparisjóð. Þá er hægt að skipa honum nýja stjórn.Dæla dágóðri summu af peningum frá ríkissjóði inní hann. T.d. afrakstrinum af nýhækkuðum virðisaukaskatti, bifreiðagjöldum, tóbaki og brennivíni og ýmsu öðru smálegu. Við höfum hér afar reynda menn í stjórnina. Ég nefni nú bara t.d. Jón Ásgeir, föður hans Jóhannes og Ólaf í Samskipum. Við heyrðum það vel í kastjósinu í gærkvöldi frá Finni Sveinbjörnssyni hverskonar menn þetta eru. Vammlausir snillingar í að stjórna fjármunum. Og snillingarnir eru miklu fleiri. Nauðsynin á að við fáum áfram að njóta þessara manna bókstaflega æpir á okkur. Og ef svo ólíklega vildi til að eitthvað fari úrskeiðis er alltaf hægt að nota afskriftaleiðina. Við eigum líka heilmikið af snillingum á þeim vettvangi.
Ríkið vill eignast Byr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú villt semsagt fá sjálfstæðis og framsóknarmenn til að stjórna öllu áfram?
Miðað við tilnefningar þínar er það svo.
Sveinn Elías Hansson, 6.2.2010 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.