Gáttaður?

Það er óþarfi að verða gáttaður á þessum vinnubrögðum. Bankakerfið er enn gegnsýrt af spillingu. Nákæmlega sömu vinnubrögðin og áður. Engin hreingerning hefur farið fram. Norræna velferðarstjórnin virðist afar ánægð með það. Allavega aðhefst hún ekkert til að breyta hlutunum. Er fólk búið að gleyma fortíð Finns Sveinbjörnssonar? Fékk stórt lán til hlutabréfakaupa þegar hann var í Sparisjóðabankanum. Seldi svo bréfin og lánið var afskrifað. Ólafur Ólafsson hefur fengið Samskip á ný og stefnt er að því að Baugsfeðgar eignist Haga aftur. Hvað skyldu það verða mörghundruð milljarðar sem afskrifaðir verða hjá þessum andskotans glæpalýð? Er virkilega enginn snefill af manndómi í ráðherrum þessarar ríkisstjórnar? Ríkisstjórn fjármagnseigenda og stórþjófa. Hún virðist reyndar vera að gliðna í sundur. Samfylkingin kann sitt fag þó hugsjónirnar séu fáfengilegar. Á sama tíma blæðir mjög mörgum heimilum út. Smátt og smátt. Það skiptir ráðherra velferðarstjórnarinnar engu. Ekkert er hægt að gera fyrir hinn almenna mann nema lækka laun hans og skattpína hann jafnframt yfir öll þolmörk.  Það er yfirgengilega sorglegt fyrir mörg okkar sem kusum þessa flokka í fyrra. Nær væri að koma glæpagengjunum undir lás og slá en að verðlauna þau stöðugt. Það er öllu heiðarlegu fólki misboðið vegna hegðunar ráðherranna í þessari ömulegu ríkisstjórn.
mbl.is Ákvörðun Arion banka misbýður samfélaginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Takið hinni postullegu kveðju!

Fullkomlega sammála. Amen.

Árni Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 09:25

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Nafni þetta er það sem ég er að segja með öllum orðum því er ég algerlega samála þér og skora á landsmenn ef ekki verður skjót breyting til batnaðar að rísa upp með byltingu.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2010 kl. 11:41

3 identicon

Langlundargeð Íslendinga er alveg ótrúlegt. Við látum endalaust hrauna yfir okkur. Einhversstaðar væri búið að gera byltingu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 18:57

4 identicon

Þvílík skömm og hneyksli !Að verðlauna ÞJÓFANA .Þetta gengur ekki .

EINHVERJIR verða að stoppa þetta . Í Guðs ænum , ekki láta þetta gerast .

Það er komið NÓG !

Kristín (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 19:11

5 identicon

"Er virkilega enginn snefill af manndómi í ráðherrum þessarar ríkisstjórnar?"

Við erum mörg sem tökum undir þessa spurningu þína Sigurður.  Getu- og úrræðaleysið er algjört, viðbótarspurningin er hvort það sé með ráðnum huga?  Ég tel að hér búi að baki einbeittur brotavilji og sérhagsmunagæsla flokka-eigenda klíkanna.  Ein allsherjar samspilling þeirra og viðbjóður, sem á ekkert skylt við hefðbundið mat á heilbrigðu siðferði.  

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 8.2.2010 kl. 20:12

6 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Tek undir alla þína gagnrýni, svo sem: "Það er óþarfi að verða gáttaður á þessum vinnubrögðum. Bankakerfið er enn gegnsýrt af spillingu. Nákæmlega sömu vinnubrögðin og áður. Engin hreingerning hefur farið fram. Norræna velferðarstjórnin virðist afar ánægð með það. Allavega aðhefst hún ekkert til að breyta hlutunum. Nær væri að koma glæpagengjunum undir lás og slá en að verðlauna þau stöðugt. Það er öllu heiðarlegu fólki misboðið vegna hegðunar ráðherranna í þessari ömulegu ríkisstjórn."  Í raun eiga allir kjósendur VG að kæra FLokkinn til "Talsmanns neytenda" enda stóð VG fyrir "grófum vörusvikum", þeir lofuðu vissri stefnu & stefnumálum, en þegar í ráðherrastólanna er komið þá svíkur formaður FLokksins GRÓFLEGA mörg helstu stefnumál flokksins.  Slíkt er í mínum huga bara gróf vörusvik, ekki satt kæri lögmaður???

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 9.2.2010 kl. 19:11

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Eðlilegast væri að Steingrímur gengi í Samfylkinguna. Hann hagar sér líkt og þægur smalahundur í eigu Jóhönnu. Ég held að enginn stjórnmálamaður á Íslandi hafi valdið jafnmörgum kjósendum sínum jafnmiklum vonbrigðum á jafnstuttum tíma og Steingrímur J. Sigfússon. Hann virðist líta á VG sem sína einkaeign og við hin eigum að hlýða. Ég var reyndar aðeins í nokkra mánuði í flokknum. Þá hafði ég fengið nóg af falsinu, svikunum og prettunum sem virðast aðalsmerki hans nú um stundir.

Sigurður Sveinsson, 10.2.2010 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband