Skjaldborg.

Núverandi ríkisstjórn lofaði að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Hún vill líka kenna sig við norræna velferð. Hvorttvegga er innantómt einskisnýti. Þetta er stjórn fjármagnseigenda, spillingar og vandræða. Meðan hún hamast við að afskrifa skuldir glæpagengjanna sem komu landinu á vonarvöl má ekki afskrifa krónu af skuldum heimilanna. Hinn almenni launamaður lækkar í launum og er skattpíndur af fádæma hörku. Ef fram heldur sem horfir munu þúsundir fólks missa íbúðir sínar á nauðungaruppboðum meðan glæpaliðið nýtur lífsins í vellystingum praktuglega. Svo kemur forsætisráðherrann í sjónvarpið og segist bara ekkert botna í hvað ríkisbankarnir séu að gera. Og fjármálaráðherrann virðist hafa áhuga á því einu að borga skuldir þessara sömu glæpamanna. Skuldir, sem hinn almenni launamaður ber enga ábyrgð á og okkur ber engin þjóðréttarleg skylda til að greiða. Sagt er að skilanefndarmenn og slitastjórar séu með 3-5 millur á mánuð. Á sama tíma er velferðin í heilbrigðiskerfinu sú, að göngudeildarsjúklingar sem liggja daglangt í krabbameinsmeðferð verða að hafa með sér nesti af því það er of dýrt að gefa þeim að borða. Velferðarmerkið sem þessi ríkisstjórn reynir að skreyta sig með eru hroðaleg öfugmæli. Ráðherrar þessarar voluðu ríkisstjórnar sitja í fílabeinsturni. Algjörlega út á þekju og ómeðvitaðir um hið raunverulega ástand í þjóðfélaginu. Þeir hafa enga nýja sýn eða nýja stefnu. Spillingin þrífst sem aldrei fyrr, enda hafa þeir engan áhuga á neinum tiltektum. Hvað skyldi þessi ríkisstjórn hafa ráðið marga gæðinga sína til sín án þess að störfin séu auglýst?  Hvað varðar líka þetta hrokafulla fólk um smáræði eins og stjórnsýslulög? Þetta er gamla sagan. Deildu og drottnaðu. Við skulum kynda svo ærlega undir ráðherrastólunum að þessu fólki verið ekki sætt þar. Það verður engin sátt í þessu þjóðfélagi ef ranglætið verður ekki leiðrétt.


mbl.is Tekjulágir bera stóra byrði heildarskulda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr !

Harpa Dís (IP-tala skráð) 22.2.2010 kl. 08:35

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Heyr, heyr !

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 10:55

3 Smámynd: Katrín G E

Þetta er bara sorglegt og ekkert annað.  Fólk missir trú á stjórnkerfið og þá sem þar á bakvið standa, alla eins og þeir leggja sig.  Það virðist enginn þora að stíga fram og segja hingað og ekki lengra.  Skjaldborgin umtalaða hefur líkast til verið slegin í kringum bankana en ekki heimilin ?!

Katrín G E, 22.2.2010 kl. 13:20

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þegar maður stendur einn fyrir framan stórann stað og virðist sem maður sé einn í heiminum þá líður manni undarlega. Varð fyrir þessari lífsreynslu á Bessastöðum þann 05.01.2010 þegar forsetinn neitaði að skrifa undir það sem mér varð til happs voru tveir samlandar mínir sem komu og stóðu við hlið mér á síðustu stundu. Hvað er hægt að gera ef enginn þorir að mótmæla? Eins og menn skammist sín fyrir að láta sjá sig.

Sigurður Haraldsson, 22.2.2010 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband