Forsendubrestur.

Í lok árs 2008 gafst fólki kost á að frysta íbúðarlán sín hjá Landsbanka Íslands. Ég frysti lánin mín í 1 ár. Nú í janúar komu þau til greiðslu á ný. Þá var gert ráð fyrir að ég greiddi sömu upphæð af lánunum eins og ég hafði gert í janúar 2008. Mismunurinn færi inná einhverskonar biðreikning. En annað varð uppi á teningnum. Mér var gert að greiða um 24% hærri upphæð en viðmiðunartalan sagði til um. Ég fór í bankann og leitaði skýringa. Það stóð ekkert á skýringunni. Mikil verðbólga ársins 2009 og engar greiðslur af láninu það ár urðu til þess að mér bar að greiða þessi 24% til viðbótar. Þetta er nákvæmlega skjaldborg ríkisstjórnarinnar. Norrænu velferðarstjórnarinnar. Ráðherrarnir þykjast ekkert botna í þessu og kenna bönkunum um. Hver stjórnar þessu landi eiginlega? Undiraldan mun þyngjast vegna skuldavanda heimilinna. Það verður aldrei sátt í þessu þjóðfélagi ef ríkisstjórnin ætlar að hundsa kröfuna um leiðréttingu. Vandræðin sem öll uppboðin munu skapa verða margfalt dýrari en að taka á þessu vandamáli strax. Kannski er til of mikils ætlast að búast við siðbót frá þessari ríkisstjórn sem kennir sig við norræna velferð. Hún hjakkar í sömu hjólförunum líkt og hálffastir bílarnir síðustu daga. Það er ekki annað að sjá en ráðherrunum sé nákvæmlega sama. Það er engin innstæða fyrir neinum loforðum á ríkisstjórnarheimilinu.
mbl.is Óvissa um réttmæti krafna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Kæri Sigurður, eins og þú bendir réttilega á þá er þessari ríkisstjórn & ráðherrum hennar skítsama um íslenskan almenning.  Svo voga þeir sig að kalla sig "Norræna velferðastjórn" - já spunameistarar Samspillingarinnar eru viðbjóðslega falskir, það hálfa væri nóg!  Þú spyrð réttilega: "Þetta er nákvæmlega skjaldborg ríkisstjórnarinnar. Norrænu velferðarstjórnarinnar. Ráðherrarnir þykjast ekkert botna í þessu og kenna bönkunum um. Hver stjórnar þessu landi eiginlega?  Svarið er: "Því miður fá íslensku bankarnir endarlaust FRELSI til að NAUÐGA íslenskum neytendum, með þessara aumu vinstri stjórnar...!"  Þú & aðrir Íslendingar fá alla mína samúð, það er illa farið með okkur vægast sagt!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 28.2.2010 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband