Náhirð Steingríms J.

Ekki veit ég hvaða fólk situr í kjördæmisráði VG í suðurkjördæmi. Hins vegar veit ég að Jón Hjartarson fyrrum bæjarfulltrúi VG í Árborg er einn af skósveinum Steingríms aðalritara og finnst ekki ólíklegt að hann sé einn aðstandenda þessarar yfirlýsingar. Atli Gíslasin situr á þingi í mínu umboði og mun gera áfram enda segist hann ætla að halda sig við stefnuskrá VG og loforð forustumannanna fyrir kosningar. Steingrímur og náhirð hans, Björn Valur, Árni Þór og fleiri eru í náðarfaðmi Samfylkingarinnar og gera flest það sem þau voru alls ekki kosin til að gera. Ég hef skömm á þessari náhirð og megi hún aldrei þrífast.
mbl.is Harma úrsögn Atla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru skósveinar Steingríms á Suðurlandi:

Kjartan Ágústsson, formaður,

Þórunn Friðriksdóttir,

Sigurlaug Gröndal,

Aldís Gunnarsdóttir,

Þorsteinn Ólafsson,

Jón H. Ragnarsson,

Arndís Soffía Sigurðsdóttir,

Steinarr Guðmundsson.

Þetta er það fólk sem telur sig hafa getu til að ákveða hvað eða hvernig kjósendur VG á Suðurlandi hugsa!

Gunnar Heiðarsson, 22.3.2011 kl. 06:10

2 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það kemur svolítið spanskt fyrir sjónir þessi yfirlýsing kjördæmisráðs, það ætti frekar að gera athugasemdir við Steingrím, HANN fer ekki eftir þeirri línu sem flokkurinn gaf út fyrir kosningar.  Þar voru línur hvað skýrastar um að ganga ekki til samninga við ESB, borga ekki Icesave og styðja ekki samstarf við AGS.  Þetta eru sennilega hvað stærsu málin sem skilja leiðir þeirra Atla og Lilju frá svikurunum sem eftir sitja.  Ég á von á að það sé mun stærri hópur þeirra sem kusu VG í síðustu kosningum sem fylgir þeim hjúum en fylgjendur Steingríms og snatanna hans

Kjartan Sigurgeirsson, 22.3.2011 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband