9.2.2012 | 20:44
Kunnuglegt.
Sirkusinn í bæjarstjórn Kópavogs er alltaf jafn skemmtilegur. Eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar féll meirihluti íhalds og framsóknar. Fljótlega kom í ljós að oddviti SF hugði gott til glóðarinnar og ætlaði sér bæjarstjórastólinn. Enda bitlingar ætíð verið ær og kýr kratanna. Guðríður Arnardóttir neyddist til að samþykkja ópólitískan bæjarstjóra. Sem var henni auðvitað þvert um geð. Aðall SF er valdagræðgin og hugsjónafátæktin. Þó mér finnist nú ekkert sérlega vænt um íhaldið og framsókn er ekkert eðlilegra en að þessir flokkar séu komnir til valda á ný. Aðför SF að hinum ópólitíska bæjarstjóra snérist í höndum hennar og uppskeran er eftir sáningunni. Þetta er svo sem alkunna úr núverandi ríkisstjórn. Deildu og drottnaðu og komdu ár þinni vel fyrir borð. Hálf samfylkinginn hefur verið á beit á stjórnarráðstúninu síðan núverandi ríkisstjórn var mynduð. Allmargir skósveinar Steingríms J. fá að naga með. Allir, sem ekki samþykkja skilyrðislausa hlýðni við Jóhönnu og Steingrím, eru settir út af sakramentinu. Skipulega er grafið undan öllum sem ekki hlýddu í icesavemálinu. Það þarf ekki að efast um hvaðan ófrægingarherferðin gegn Ögmundi Jónassyni er runnin. Einum einlægasta og heiðarlegasta þingmanni sem nú situr á þingi.Bæjarfulltrúuar SF og VG í Kópavogi dingla nú allir í snöru sem þeir ætluðu öðrum. Það er þeim bara mátulegt.En vonandi verður alltaf gott að búa í Kópavogi og víðar.
Átti undir högg að sækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.