24.3.2012 | 09:27
Vonirnar og Steingrímur.
Þær eru miklar vonirnar hjá þessum frammara.Orðið vonandi kemur fyrir 7 sinnum í þessari stuttu frétt. Frétt um nýjustu útgáfuna um að festa einkaeign örfárra manna á fiskveiðiauðlindinni enn frekar í sessi.Allar væntingar um að þjóðin fái að njóta hennar eru tálvonir. Steingrímur hefur séð um sína frá því þessi norræna velferðarstjórn var sett á laggirnar. Fjármagnseigendur hér , vogunarsjóði, breta og hollendinga og ýmsa fleiri. Þessi pólitíski umskiptingur virðist ætla að verða einn mesti óþurftargemlingur sem komið hefur að íslenskri pólitík í áratugi. Og eru þeir þó æði margir. Það er auðvitað sárt fyrir gamlan vinstrimann að sjá formann VG vera að ganga að flokknum dauðum. En það verður að hafa það. Menn sem geta ekki staðið við orð sín uppskera í samræmi við sáninguna og það verður varla mikið eftir af VG þegar búið verður að telja upp úr kjörkössunum í næstu þingkosningum. Það eru nefnilega margir sem enn munu " þvælast fyrir" Steingrími J. Sigfússyni í pólitíkinni. Manninum, sem ég batt einu sinni vonir við, studdi og kaus frá 1999. Ég ætla að halda áfram að " þvælast fyrir".
Breyttist með Steingrími | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sigurður. Þú ert svo sannarlega ekki einn um þessa skoðun. Ég kaus VG í síðustu kosningum, og VG-svikarar ráku eina mannainn úr ríkisstjórninni, Jón Bjarnason, sem stóð við mikilvægasta kosningaloforðið, sem var að ganga ekki í ESB.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.3.2012 kl. 09:40
Sama upp á teningnum hér.
Svikin í ESB málinu voru verst, en nú bætist líka við svikin í kvótamálinu sem er enn einn naglinn í líkkistuna hjá þessum fyrrverandi gamla góða flokki !
Gunnlaugur I., 24.3.2012 kl. 11:56
Það er lýðræði á Íslandi og þegar fólk kýs yfir sig sjúkling með megalomani á háu stigi, þá getur það sjálfum sér um kent.
Steingrímur J. er sjúklingur og verður því ekki breytt og eins gott að fólk hugsi fyrir næstu kosningar. Enga kjötkatla byltingu hér, bara hugsa!
V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 24.3.2012 kl. 12:10
Dýralæknirinn hefur áreiðanlega ekki mjög lýðræðislegar skoðanir á nýtingu fiskistofnanna fremur en aðrir framsóknarmenn. Hann mun að fullum líkindum vinna af kappi fyrir hagsmunum þeirra sem hafa haft kvótann ókeypis og rétt vinum sínum á Alþingi innlegg í kosningabaráttuna. Það ætti að vera óþarfi að efast um að stjórn fiskveiða er í samræmi við kröfur þeirra sem þyngstra hagsmuna eiga að gæta.
Allir sem kæra sig um að leita sannleikans vita að frelsi til handfæraveiða er óþarft að skerða í tilliti stofnverndar. Og sömuleiðis er það hafið yfir vafa að aflamarkskerfi hefur innbyggðan hvata til brottkasts en í sóknarmarki er enginn hvati til brottkasts.
Þetta vildi Framkvæmdastj. LÍÚ ekki samþykkja á fundi í Keflavík núna fyrir stuttu síðan.
Sannleikann finnst sumum óþarfi að segja eða viðurkenna.
Árni Gunnarsson, 24.3.2012 kl. 16:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.