19.11.2012 | 16:20
Rekaldið.
Tek undir þetta hjá félaga Hjörleifi. Steingrímur formaður og náhirðin í kring um hann eru að ganga af VG dauðum. Og ekki bara vegna umsóknarinnar um aðild að ESB heldur framkomu þeirra við þá sem hafa vogað sér að andæfa og viljað standa við gefin loforð. Hreinsanirnar eru löngu hafnar. Þrír þingmenn horfnir á brott, Guðfríður Lilja, einn af öflugri þingmönnum flokksins á förum, Jón Bjarnason löngu kominn á ís, og nú er unnið skipulega að því að koma Ögmundi á kné. Einn af náhirðinni, skósveinn formannsins, ætlar sér forustuna í Kraganum með flokksvélina með sér. Það er þó nánast eina von VG í þessu stóra kjördæmi að Ögmundur verði í 1 sætinu. Ég bý sjálfur í suðurkjördæmi og hér á VG ekki fluguséns á þingsæti á næsta ári. Fótgönguliðarnir í grasrót VG munu margir yfirgefa flokkinn í vor. Ég fagnaði ákaft stofnun flokksins 1999 og var verulega stoltur afað fá tækifæri til að kjósa hann. Það gerði ég líka 2003, 2007 og 2009. En ég ætla ekki að kjósa ósjálfbært rekald aftan í Samfylkingunni. Vonbrigðin eru að vonum mikil en formaðurinn hefur séð til þess að þúsundir annara kjósenda eru að yfirgefa þetta sökkvandi rekald.
Segir VG ósjálfbært rekald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Algerlega sammála þér, þetta er sorglegt, en algerlega óumflýjanlegt eins og flokksforystan hefur hegðað sér og brugðist kjósendum flokksins.
Engu líkara en Stalín sjálfur sé afturgengin þarna í logum vítis.
Eftir næstu kosningar mun eina von þessa rúnum trausta rekalds verða sú að skrá sig sem eitt af Landsmálafélögum Samfylkingarinnar.
Það þarf að stofna nýjtt stjórnmálaafl, sem verður drifið af alvöru hugsssjónum.
Hörmuleg örlög VG verða þá vítin til að varast.
Gunnlaugur I., 19.11.2012 kl. 17:01
Steingrímur í hlutverki Stalín.
Björn Valur í hlutverki Bería.
Engin mun óhultur og fellur því hver pólitíkusinn og kjósandinn um annan þverann á hlaupunum til dyranna út úr flokknum.
Óskar Guðmundsson, 19.11.2012 kl. 18:04
Reynsluboltar og forystumenn læra sumir alla klækima. Greinilega slétt sama um loforð, kjósendur og samflokksmenn sína.
Samstarfsflokkrinn og völdin virðist í forgangi. Hlýðnir snatar eru síðan talsmenn forystunnar. Lítið sem ekkert rúm fyrir ólík sjónarmið.
Allt vænsta fólk tel ég víst. En ég skil vel að fjöldi óbreyttra kjósenda finni sig svikna.
P.Valdimar Guðjónsson, 19.11.2012 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.