Farsi.

Mér finnst að þau Geir og Ingibjörg ættu að ljúka sér af í hvelli. Klára þetta og byrja á að stjórna landinu. Verða ekki allir kátir þegar fólk hættir að þvarga um hver hafi svikið hvern? Jón og Steingrímur báðir fúlir. En það var aldrei til nein vinstri stjórn í kaplinum sem kjósendur lögðu. Eftir afhroð framsóknarflokksins var einungis spurning um hvort Geir tæki SF eða VG með sér. Honum hefur þótt Solla sætari en Steingrímur. Íhaldið hafði áhyggjur af forsetanum. Hann væri vís með leika einhverjar kúnstir. Geir fékk þó umboðið refjalaust. Einkennileg þessi þráhyggja í sumum sjálfstæðismönnum gagnvart Bessastaðabónda. Rótin  að þessu eru fleyg orð hans fyrir margt löngu um núverandi yfirnagara í seðlabankanum. Þau verða aldrei fyrirgefin. En stundum ratast samt kjöftugum satt á munn. Þegar forsetinn beitti 26. gr. stjórnarskrárinnar gegn fjölmiðlafrumvarpinu kölluðu sömu menn það árás á þingræðið. Hann hafði þó fullan rétt til þess. Hinsvegar brutu bæði Davíð og Halldór stjórnarskrána þegar þeir meinuðu þjóðinni að kjósa um lögin. Þeir vildu ekki láta ÓRG standa með pálmann í höndunum. Það er svo sem skiljanlegt. Sumir eru sífellt með lýðræðið á vörunum. Tala þó ekki mikið um lýðræði Davíðs og Halldórs vegna innrásarinnar í Írak. Stundum fær maður bara klígju af þessu.

Við skulum vona að það verði sama hamingjan hjá Ingibjörgu og Geir og sagt var um þau Njál og Bergþóru forðum. Að samfarir þeirra verði góðar. Við skulum gefa þeim dálítinn tíma. Sjálfur óttast ég verðandi afkvæmi. Óttast að þetta verði vond ríkisstjórn fyrir okkur umhverfissinna. Og marga aðra einnig.

Geiri á svikráðum situr, Sólrúnu talar hann við. Nonni er bálvondur, bitur og bölvar að íslenskum sið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband