21.5.2007 | 02:43
Firra.
Fólk talar um að Steingrímur hafi komið í veg fyrir vinstri stjórn. Hvaða vinstristjórn? Með leifunum af framsókn? Sem löngu er komin hægra megin við íhaldið og beið sögulegt afhroð í kosningunum. Það er tilgangslaust fyrir ISG að réttlæta stjórn með íhaldinu á þessum forsendum. Það bendir nákvæmlega ekkert til að mögulegt hefði verið að blása til stjórnar með framsóknarflokknum. Sumir eru lagnir við að hafa endaskipti á staðreyndum. VG hefur ber ekki minnstu ábyrgð á því sem nú er að gerast.Það er líka að koma í ljós smátt og smátt að öfl innan D og S höfðu undirbúið þetta löngu fyrir kosningar. Það er slæmt fyrir þjóðina því hægri kratar eru til alls vísir í umhverfis- og einkavæðingarmálum. Ég vorkenni þeim umhverfisvinum sem kusu SF. Sem flaggaði fánanum um fagra Ísland rétt fyrir kosningar til að villa á sér heimildir. Stóri flokkurinn sem átti að verða hryggjarstykkið gegn sjálfstæðisflokknum ætlar nú að hreiðra um sig í rúminu með honum. Og það verður ýmislegt falt fyrir ráðherrastóla. Fölsku fjaðrirnar verða tíndar af SF hver af annari. Fleiri álver munu rísa. Til að fegra landið. Við verðum áfram á morðlistanum. Enda SF nákvæmlega sama. Fáa hefur nú Össur dýrkað meira en tony Blair, einkavin Bush. Einkavæðingin í heilbrigðiskerfinu mun stórlega aukast.Þessi hægri stjórn er ekki tilhlökkunarefni. Það kæmi mér heldur ekki á óvart að stofnuð yrði atvinnumiðlun SF. Í stað ráðningardeildar framsóknarflokksins. O tempora o mores. Og vegna ranglátra reglna hafa D og S 3 þingmönnum meira en eðlilegt er. 63x 36,6 eru 23,05 og 63X26,8 eru 16,88
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.