Íbúðalánasjóður.

Ef íbúðalánasjóður verður að fullu færður til fjármálaráðuneytisins hef ég áhyggjur af honum. Ég starfa við sölu fasteigna og veit því vel hversu mikilvægur þessi sjóður er. Verði hann lagður niður, einkavæddur eða hlutverki hans breytt verulega mun það gera mörgum kaupendum fasteigna erfitt fyrir. Það má segja með réttu að þetta sé eina stofnunin í íbúðalánakerfinu sem ekki mismunar þegnunum eftir búsetu. Þarna vinnur afbragðs fólk sem undirritaður hefur átt mjög ánægjuleg samskipti við. Að starfsfólki bankanna ólöstuðu. Þar eru líka margir frábærir starfskraftar.

Ljóst og leynt hafa ákveðin öfl í fjármálageiranum unnið að því á undanförnum misserum að koma íbúðalánasjóði fyrir kattarnef. Það má alls ekki gerast. Bankarnir hljóta að þola samkeppni. Ég treysti bara einum ráðherra nýju ríkisstjórnarinnar til að andæfa. Verja íbúðalánasjóð og standa þannig vörð um hagsmuni þeirra sem aðeins eiga kost á íbúðaláni frá þessari ágætu stofnum. Þessi ráðherra heitir Jóhanna Sigurðardóttir. Hún er ljósið í myrkri þessarar nýju stjórnar. Ég veit að þeir sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi eiga hauk í horni þar sem Jóhanna er. Ég treysti henni til góðra verka nú þegar hennar tími rann upp á ný. Ég óska hinum ráðherrunum að sjálfsögðu einnig farsældar í störfum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Íbúðalánasjóður er mikilvægur, hann er akkeri á móti Bönkunum.

En væri ekki hugmynd að fá erlenda banka til að fjárfesta í lánunum okkar, þó svo að þeir myndu hækka vextina sína um helming væri það búbót fyrir okkur skuldara. Ég á við að erlendu bankarnir myndu selja okkur neytendum lán, ekki bara bankafjárfestum.

Kristbjörg (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 02:36

2 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Jóhanna ætti að vera naglföst eða partur af teikningum félagsmálaráðuneytisins.

Og ef íbúðalánasjóður verður lagður niður leggst af öll byggð út á landi - það er ekki flóknari en það. 

Ævar Rafn Kjartansson, 6.6.2007 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband