8.6.2007 | 07:59
Sú sætasta.
Þekkt eru orð Geirs um að ekki takist alltaf að ná í sætustu stelpuna af ballinu. Þá yrði bara að láta aðra duga sem gerði sama gagn. Kannski var farið að slá eitthvað í framsóknarmaddömuna og því rétt að breyta til. Mér datt nú í hug staka sem reyndar var ort eftir sveitarstjórnarkosningarnar í fyrra. Ef mikill vilji er fyrir hendi er allt hægt.
Uppí rúmið ætlar sér
unaðsstunda njóta fljótt.
Sómafljóðið sýnist mér
svæsna hafa brókarsótt.
Athugasemdir
Siggi minn ertu ekki bara fúll yfir því að þinn maður er líklega að draga sig út af þingi? Eða ertu en sár yfir því að VG lenti í stjórnarandstöðu eins og við Framsóknarmenn?
Eiríkur Harðarson, 11.6.2007 kl. 02:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.