15.6.2007 | 06:10
Skemmdarverk.
Bæjarstjórn Árborgar vinnur nú kappsamlega að einhverjum hrikalegustu skemmdarverkum í sögu staðarins. Henni er gjörsamlega alls varnað. Hún samanstendur af 2 framsóknarmönnum, 2 frá Samfylkingu og einum vinstri grænum. Og sá er versti skemmdarvargurinn af þeim öllum. Í síðustu bæjarstjórnarkosningum kolféll meirihluti SF og framsóknar. 3 bæjarfulltúar féllu útbyrðis. Framsókn tókst að komast uppí til íhaldsins eins og á svo mörgum öðrum stöðum. Bólfarirnar urðu þó skammvinnar því meirihlutinn sprakk með hvelli í desember. En strandkafteinar fyrrverandi bæjarstjórnar áttu góðan vin. Snillinginn mikla, Jón Hjartarson, fulltúa VG. Hann kastaði bjarghringnum til til bæjarfulltrúanna sem voru svo rækilega rassskelltir í kosningunum. Hann á það greinilega sammerkt guði almáttugum að vegir beggja eru órannsakanlegir. Ég fyrirverð mig fyrir að hafa kosið hann og það mun ekki henda mig aftur. Nú mega íbúar Árborgar ekki segja álit sitt á fyrirhuguðum skemmdarverkum bæjarstjórnarinnar varðandi nýjan miðbæ hér. Þetta er lýðræði vinstri grænna hér á staðnum. Ég hef ekki verið þekktur fyrir mikla ást á íhaldinu í gegnum árin. Í þessu máli er ég í liði með Eyþóri og öðrum íhaldsmönnum hér. Það verður borgarafundur hér í næstu viku. Ég skora hér með á sem allra flesta íbúa að mæta á þennan fund. Kynna sér vel hvað meirihluti bæjarstjórnarinnar er að gera. Stöðvum þessi hrikalegu og óafturkræfu skemmdarverk. Ég skora líka á gott fólk í VG að koma vitinu fyrir bæjarfulltrúann. Manninn, sem telur það ábyrga stjórnsýslu að ganga á bak orða sinna. Einu sinni var sagt að rónarnir kæmu óorði á brennivínið. Jón Hjartarson rær nú lífróður til þess að ekki nokkur maður hér geti kosið VG aftur. Hvað honum kemur til er mér hulin ráðgáta. Hann er ekki að framfylgja stefnu VG. Ég segi nú ekki annað en hann ætti að skammast sín til að segja af sér eins og skot. Hann ætti ef til vill smávon um fyrirgefningu ef hann gerði það. Ég höfða til skynsemi íbúanna hér. Við verðum að stöðva hryðjuverkaliðið í bæjarstjórninni. Með öllum tiltækum ráðum.
Athugasemdir
Mikið er ég innilega sammála þér Sigurður, Jóngræni ætti að sagja af sér og það strax.
Eyrbekkingur (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 15:11
Siggi minn þetta er mál sem er þess eðlis að maður segir eins og Ragnar Reyás Ma ma ma ma ma bara áttar sig ekki á þessu. Tel sterkar líkur á því að það sprengi töluvert meira en Jón Græna og company, Þetta er eitthvað sem manni þykir óheilbrigt.
Eiríkur Harðarson, 20.6.2007 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.