21.6.2007 | 06:41
Þorparafundur.
Þó gamla sveitaþorpið hér við brúarsporð Ölfusár sé orðið að bæ er það samt enn á sama stað. Það er þorparafundur á Hótel Selfossi í kvöld. Boðaður af Miðbæjarfélaginu sem er áhugafólk um skipulag og umhverfismál í hjarta Selfoss. Leifarnar af bæjarstjórn síðasta kjörtímabils ráða nú ríkjum í meirihlutanum með fulltingi Jóns Hjartarsonar, bæjarfulltúa VG, sem illu heilli náði kjöri í síðustu kosningum. Og meirihlutinn ætlar ekki að mæta á fundinn. Við hin mætum og ræðum málin. Fyrirætlanir meirihlutans um nýjan miðbæ hér eru gjörsamlega fráleitar. Við höfum nóg pláss annarsstaðar fyrir blokkir og aðra íbúabyggð. En meirihlutinn þorir ekki og vill ekki ræða aðrar leiðir. Rótin að þessu er samningur sem þetta seinheppna fólk gerði við Miðjufélagið á síðasta kjörtímabili. Samningurinn var að sjálfsögðu hroðaleg mistök. Það sáu sumir þá þegar og miklu fleiri núna. Nema auðvitað Jón Hjartarson. Það er enn von til þess að stöðva þessi hrikalega vitlausu áform. Við skulum fjölmenna á fundinn í kvöld og sýna bæjarstjórnininni að okkur er full alvara. Við skulum ýta allri flokkspóltík til hliðar og láta skynsemina ráða. Lofum íbúunum að kjósa um málið. Af hverju felldi meirihlutinn nýverið tilllögu um það? Mín skoðun er sú að það hafi verið ótti við skaðabótaskyldu bæjarsjóðs vegna mistaka hans á síðasta kjörtímabili. Látum reyna á það. Það er nánast öllu fórnandi til að koma í veg fyrir þessi hroðalegu mistök. Það grátlegasta af öllu er að fullrúri VG skuli standa að þessu. Meirihluti framsóknar of SF hafði 7 bæjarulltúa af 9 á síðasta kjörtímabili. 3 féllu í kosningunum og þar með meirihlutinn. Af hverju halda menn að það hafi verið? Það var vegna verka meirihlutans á síðasta kjörtímabili. Hann fékk falleinkunn og beið afhroð í kosningunum. Hann virðist ekkert hafa lært og engu gleymt.Með framferði sínu nú virðist Jón Hjartarson ætla að tryggja íhaldinu hreinan meirihluta hér í næstu bæjarstjórnarkosningum. Ég skora enn og aftur á þennan bæjarfulltrúa að hverfa frá villu síns vegar og segja af sér. Þá er kannski von um að koma megi í veg fyrir hreinan íhaldmeirihluta hér næst. Mætum sem flest á fundinn, látum í okkur heyra og verjum staðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.