14.9.2007 | 06:18
Draumlyndi.
Ég geng eftir dalnum og dísirnar kætast
mig dreymir um ástina, gleði og sorgir.
Í huganum byggi ég hallir og borgir
og hamingudraumarnir allir þar rætast.
Hér ríkir nú kyrrðin ein. Nóttin og dagurinn frusu saman. Það er gott að vaka á slíkum morgni. Hlusta á þögnina og fagna deginum. Megi hann færa ykkur gleði.
Athugasemdir
Mikið er þetta fallegt Sigurður. Við draumlynda fólkið kunnum að meta þessa fegurð.
Marta B Helgadóttir, 14.9.2007 kl. 07:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.