Áfram Raikonen.

Úrslitin í formúlunni ráðast á morgun. Aðeins 3 eiga möguleika. Hamilton, Alonso og Raikonen. Mér finnst að nú sé kominn tími á að þessi geðþekki, rólegi og kurteisi finni verði heimsmeistari. Mér finnst reyndar Hamilton mjög viðkunnanlegur náungi. Það get ég ekki sagt um Alonso. Scumacher þoldi ég aldrei. Rogginn og sjálfsánægður. Hann var líka oftar enn einu sinni staðinn að óíþróttamannslegri framkomu. Hann var þó að sjálfsögðu góður ökumaður. Þegar ég fékk áhuga á formúlunni var Hakkinen á toppnum. Ég nefndi köttinn minn í höfuðið á honum og ég og kisi vorum alltaf hæstánægðir þegar Hakkinen brilleraði. Kötturinn hvarf úr lífi mínu. Það var sjálfgert að halda með Raikonen þegar Hakkinen hætti. 2005 tók ég að mér lítinn kött. Og ekki voru nú vandræðin með nafngiftina. Raikonen. Oftast kallaður Kimi. Hann er áhugasamur um formúluna. Horfir á hana með fóstra sínum. Síðast þegar Raikonen féll úr leik stökk kisi út og lét ekki sjá sig fyrr en seint um kvöldið. Eftir keppnina í Kína malaði hann stanslaust í klukkutíma. Vonandi verður það þannig á morgun líka. Von okkar er sú að Kimi sigri í keppninni. Og við stólum á að þeir Hamilton og Alonso verði það aftarlega á merinni að það dugi þessum ágæta finna til þess að verða heimsmeistari í fyrsta sinn. Þetta hefur verið svolítið erfitt tímabil fyrir mig. Ég hef alltaf verði Mac Laren maður. Lengst af litð á Ferrari sem einskonar Fíatdruslu. En mér datt ekki í hug að yfirgefa minn mann þó hann skipti um lið. Ég er nú með bíladelluna í genunum. Hún hefur frekar elnað með árunum. Nú ek ég sjálfur bíl sem ég tel framúrskarandi góðan og skemmtilegan. Jeep Grand Cherokee. Svona einskonar blanda af góðum jeppa, Mercedes Benz og Rolls Roys. Mjúkur, þýður og öruggur. Öll þægindi og 330 hestöfl undir vélarhlífinni. Ef ég fer vel með þennan vagn mun hann sennilega duga mér á meðan ég get ekið bíl af fullu öryggi. Spennadi dagur á morgun og við kisi minn erum vongóðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband