Áskorun.

Ég hef lengi haft samúð með baráttu femínista. Því fer þó víðsfjarri að ég sé sammála öllu sem forystukonurnar segja. Og það er ofureðlilegt að þær fái viðbrögð við skrifum sínum. En hversvegna má ekki svara þeim á málefnalegan hátt? Margir kynbræður mínir afgreiða þær með svívirðingum, útúrsnúningum, og þeir alverstu eru með hugleiðingar um að þær sjálfar hefðu nú gott af að fá að kenna á ofbeldi og öðrum hremmingum. Hvernig geta menn hagað sér svona? Umræða á þessu plani er vond og skilar engu nema sárindum. Halda menn t.d. að kvennaathvarfið hafi orðið til að ástæðulausu? Allir vita um launamisréttið en hægt gengur að leiðrétta það. Við skulum rökræða þessi mál af yfirvegun og sanngirni og spara svívirðingar og litt duldar hótanir. Það mun skila okkur sanngjarnara og betra þjóðfélagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Góður pistill

Jónína Dúadóttir, 11.12.2007 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband