16.12.2007 | 08:55
Kristileg framsókn?
Þeir sem fylgjast með pólitíkinni vita hvernig komið er fyrir framsóknarflokknum. Hann beið afhroð í síðustu kosningum. Formaðurinn er ekki öfundsverður af hlutverki sínu nú. Enda í nokkrum vanda eftir sjórnararsetu í 12 ár. Kannski er það hálmstrá hans að gera hávaða vegna nýs frumvarps menntamálaráðherra. Hann er svosem ekki einn um það. Komið fárviðri út af kristilegu siðgæði. Svona rétt áður en jólahátíðin gengur í garð. Mér finnst nú ofureðlilegt að breyta orðalaginu í lögunum. Það er engin árás á kristilegt siðgæði. Trúin og kirkjan verða áfram hluti af sögu okkar og menningu. Það sem myndi þó styrkja kirkjuna mest er að aðskilja hana frá ríkinu. Þá fengju þeir sem ekki kæra sig um hana frið og myndu sjálfir láta hana í friði. Framsóknarflokkurinn átti hugsjónir í gamla daga. Nú virðist hlutverki hans lokið enda hugsjónirnar horfnar og flokkurinn er í tómarúmi. Það eru margir stjórnmálaflokkar í evrópu sem kenna sig við kristni. Kristilegi framsóknarflokkurinn gæti kannski hentað hér. Hví ekki að ganga alla leiðina? Ég er flokkslaus maður. Og styð engan stjórnmálaflokk um þessar mundir. Það á sér skýringar og ástæður sem ég ætla ekki að tíunda. Ekki að sinni a.m.k.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.