24.12.2007 | 07:01
Hösmagi.
Mig undrar stundum hvað fáir vita hvað Hösmagi merkir. Hösmagi var hrútur þeirra bræðra, Grettis og Illuga í útlegðinni í Drangey. Hann var grár á maga. Virðist hafa verið einskonar gæludýr og stangaði gjarnan hurðina á kofa þeirra. Þegar fjandmenn þeirra sóttu að þeim varð hark fyrir dyrum. Grettir var rúmliggjandi og spyr Illuga: Knýr Hösmagi hurð vora bróðir? En málið var alvarlegra en það og lesendur Grettissögu vita framhaldið. Mér finnst þetta ákaflega fallegt nafn. Ég eignaðist svartan fresskött árið 1995. Hann fékk þetta nafn. Ég elskaði þetta bráðgáfaða dýr meira en flest annað á meðan báðir lifðu. Þetta er notendanafn mitt hér. Og netfangið mitt hér heima er hosmagi@simnet.is. Einkahlutafélagið mitt heitir Hösmagi ehf. Og slóðin á bloggið mitt á blogspot, Fiskihrellir bloggar, er hosmagi.blogspot.com. Ég er líklega algjör Hösmagi. Og líkar það bara prýðisvel. Hösmagi sendir ykkur öllum bestu jóla- og nýárskveðjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.