Umburðarlyndi.

Í boðskap Krists skipar umburðarlyndið stóran sess. Fyrirgefningin einnig. Nokkrir prestar þjóðkirkjunnar leggja heilmikið uppúr þessum boðskap. Aðrir ekki jafnmikið. Árið sem nú er að hverfa hefur sýnt þetta vel. Kirkjuþing var ekkert friðarþing. Það líktist meira blóðugum átökum en friðarsamkomu. Kannski var ekki von á öðru. Umræðan um samkynhneigð hefur lengst af verið tabú hér á landi. Kirkjunnar mönnum nokkur vorkunn að þurfa að ræða þessi mál fyrir opnum tjöldum. Hinn djúpstæði ágreiningur varð opinber. Sennilega verða aldrei fullar sættir í málinu og með sanngirni ekki hægt að ætlast til þess heldur. Það er gott að leiða hugann að fyrirgefningu og umburðarlyndi á jólum. Umburðarlyndið verður að ganga lengra en að umbera aðeins þá sem eru sammála okkur í einu og öllu. Það er enn stutt í ofstæki og fyrirlitningu. Jafnt innan kirkjunnar og utan. Við munum halda áfram að takast á í trúarlegum efnum eins og hinum veraldlegu. Það væri gott skref að afnema sérstöðu og forréttindi þjóðkirkjunnar umfram önnur trúarsamtök. Láta alla sitja við sama borð. Þetta er vel hægt og margir prestar þjóðkirkjunnar taka undir þetta. Það er líka alrangt að þeir sem vilja fara þessa leið vilji kirkjunni illt. Mín trú er að þetta verði henni til góðs. Þá verður jafnræðið meira og umburðarlyndið mun stórlega aukast. Þá væri mikið unnið, öllum til góðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband