Svona eiga sýslumenn ekki að vera.

Ólafur Helgi, sýslumaður hér á Selfossi, lýsti því yfir rétt fyrir jólin að hugsanlega væri rétt að virkja Hvítá fyrir ofan Gullfoss. Og tilefnið? Það hafði komið smágusa af vatni í ána eftir alla rigninguna. Er ekki nóg fyrir okkur að glíma við dellu Landsvirkjunar vegna Þjórsár? Þurfum við nú að taka upp hanskann fyrir Hvítá einnig? Er mönnum ekki sjálfrátt? Flóð í Hvítá og Ölfusá eru einfaldlega ekkert vandamál og tjón sem þau hafa valdið á heilum mannsaldri eru hreinir smámunir. Hinsvegar er hægt að eyðileggja þetta vatnasvæði til frambúðar ef við hleypum virkjanavírusnum lausum. Stöndum vörð um stórfljótin okkar fyrir virkjanaæðinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vil bara óska þér gleðilegs árs Sigurður og þakka fyrir skemmtileg bloggsamskipti á árinu. 

Marta B Helgadóttir, 31.12.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband