Glansinn horfinn af Svandísi?

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra helgaði VG hluta af einum pistli sínum í fyrradag. Svandís Svavarsdóttir fær þar sinn skammt. Ráðherann segir hana ekki þora að axla ábyrgð á stjórn borgarinnar með sjálfstæðisflokknum og hangi í pilsfaldi Samfylkingarinnar.  Glansinn sé horfinn af Reykjavíkurarmi VG.Þessi ummæli staðfesta betur en allt annað að íhaldið reyndi allt sem hægt var til að fá Svandísi og félaga til samstarfs eftir að Björn Ingi " sveik samstarfsflokkinn". Vonbrigðin leyna sér ekki. Kannski sannast hér orð forsætisráðherrans um að það takist ekki alltaf að fá sætustu stelpuna með sér heim af ballinu. Þá er bara að taka það sem tiltækt er. Eyðimerkurganga íhaldsins í Reykjavík heldur áfram. Björn Bjarnason er reyndar mjög skynsamur maður. Hann sér að ef áfram heldur sem horfir blasir afhroð við í næstu kosningum. Það eru heldur engin merki um að borgarfulltúar flokksins séu beinlínis að sligast af ábyrgð. Þetta er vond staða fyrir reykvíkinga. Það sýnir þó vonandi mörgum hvað skal ekki kjósa í næstu borgarstjórnarkosningum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband