11.4.2008 | 12:02
Mokum flórinn.
Ég er afar sammála Gylfa Magnússyni, dósent. Hann sagði í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi, að stefna seðlabankans væri komin í þrot. Nánast að moka þyrfti öllum út úr þessu dökka musteri í einum grænum og fá nýja stjórnendur, sem kynnu betur til verka. Þessi stofnun hefur lengst af verið hvíldarheimili fyrir aflóga stjórnmálamenn. Það er sannarlega kominn tími á breytingar í þessum efnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.