25.4.2008 | 15:43
Hvar er gasið?
Kláraðist af brúsunum við Rauðavatn?Eða eru menn að fá glóruna aftur?
Ungmenni tefja umferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Geðveika hænan með gasið þyrfti að láta sjá sig oftar svo almenningur hafi eitthvað almennilegt til að hlæja að. Kannski hefur geðsjúklingurinn ekki fengið bæjarleyfi frá Kleppi í dag og argar þess í stað "gas! gas! gas!" út á milli rimlanna inni við sundin blá...
corvus corax, 25.4.2008 kl. 16:11
Mér fannst þessi gasmaður frekar sorglegur en hlægilegur. Nú heimta þeir rafbyssur líka. Síðan keum krafa um enn öflugri vopn. Þessa þróun verður að stöðva strax.
Sigurður Sveinsson, 25.4.2008 kl. 16:28
Þú ættir kannski að spá í hvernig þróunin er í gangi hjá glæpamönnum þessa lands áður en þú tjáir þig því hún er slæm og vopnaburður er orðinn mjög almennur þar en við bíðum bara eftir því að þeir drepi löggu. Við skulum ekkert vera að læra neitt af reynslu hinna norðurlandanna í svona málum frekar en öðrum.
Bíðum bara og sjáum hvað gerist, þið hafið ekki hugmynd um hvað þið eruð að tjá ykkur um.
Jói (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:37
Jafnarðu íslenskum almenningi við glæpamenn?
Sigurður Sveinsson, 25.4.2008 kl. 16:56
Ertu þá að tala um almenningin sem að braut lögin við Rauðavatn? Nei ég er ekki að tala um það fólk.
Ég er að tala um glæpamenn og varnir gegn þeim fyrir mig og þig, það sem að gerðist við rauðavatn voru mótmæli sem að gengu of langt og kemur glæpmönnum þannig séð ekkert við en heldurðu að það gæti verið að þessi margumtalaði gas maður hafi verið að nýta sér þá þjálfun sem að hann fékk í mannfjöldastjórnun?? Hmmm ha heldurðu? Kannski var hann að vara fólk við því að það væri verið gasa? Spurning.
Jói (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 17:42
Sigurður minn, ég held að þú skiljir bara ekkert hvað rór fram þarna við Rauðavatn.
Lögreglan þurfti að rýma þarna ákveðið svæði. Hvers vegna skiptir ekki öllu máli. Hún biður fólk að færa sig af svæðinu. Fólkið verðu ekki við þeim fyrirmælum sem því ber þó skilyrðislaus skylda að gera.
Hvað á lögreglan þá að gera? Handtaka fólikið? Ekki álitlegur kostur því mannfjöldin var mikill. Dreifa mannskapnum? Miklu einfaldara og þægilegra fyrir alla.
Hvernig á hún að dreifa mannfjöldanum? Búin að biðja fólk að yfirgefa svæðið. Búin að fyrskipa að það eigi að yfirgefa svæðið. Búið að aðvara um að ef fólk yfirgefi ekki svæðið verð beitt gasi og kylfum.
Enn lætur fólk sér ekki segjast og þá er nú ekki margt annað eftir í söðunni en framfylgja hótuninni.
Það að maðurinn var hrópaði gas gas áður og meðan hann var að beita því er eðlilegt og sennilega skylda við svona uppákomur. Það gefur fólki síðsta sjens að koma sér í burtu áður en gasinu er beitt. Það að hann er ógnandi á svip er augljóslega til að einginn velkist í vafa um að lögregluþjóninum er fúlasta alvara.
Svo situr þú heima, pikkar á tölvuna og hæðist að þessum mönnum sem þú vilt svo ekki vera án þegar þú þarfnast verndar fyrir ökuníðinum, innbrotsþjófum eða öðrum þeim sem geta gert þér lífið leitt.
Landfari, 25.4.2008 kl. 18:45
Sammála Jóa og Landfara, áfram löggan. Við viljum allflest hafa lögreglu á landinu okkar en ef við styðjum það að fullorðið fólk sé með stæla og lítilsvirðingu við lagana verði sendum við um leið þau skilaboð til unga fólksins að það sé bara fínt. Um að gera fyrir krakkana að sýna hversu "fullorðin" þau eru með að brjóta lögin og hugsanlega stofna lífi fólks í hættu með fíflalátum. Krakkarnir fá þó plús hjá mér fyrir að sýna meiri þroska en atvinnubílstjórarnir
Hulda (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 20:14
Þessar síðustu athugasemdir eru nú ákaflega mikil einföldun á hlutunum. Ég þekki marga lögreglumenn og hef ekkert nema gott eitt um þá að segja. Það sem ég er að tala um er hin nýja stefna dómsmálaráðherrans. Nýjasta hugmynd hans er að nota hunda sem valdbeitingartæki. Það er svo sem ekki nýtt í veraldarsögunni en er jafn viðbjóðslegt fyrir það. Steinar Adolfsson vill taser. Rafbyssur, sem þegar hafa banað mörgum mönnum. Og sumir vilja ganga enn lengra. Er það virkilega svo, að fólk telji að þetta sé það sem vanti í löggæslu á Íslandi? Ég segi nú bara nei takk. Samt með fullri virðingu fyrir skoðunum annara.
Sigurður Sveinsson, 25.4.2008 kl. 21:32
Ég þekki líka þó nokkuð marga lögreglumenn og veit það fyrir víst að glæpamenn á Íslandi eru að vopnast og það eru ekki bara einhverjir smá hnífar og kylfur. Það sem að hefur gerst hjá nágrannþjóðum er að lögreglumenn hafa verið myrtir við skyldustörf og þá hefur verið gripið til þess að vopna lögregluna í þeim löndum, það sem að ég óska eftir er að við lærum af reynslu annara en önnum ekki beint í sömu gildrurnar, þú þarft ekki annað en að lýta til þróunar á öðrum norðurlöndum svo einfallt er það. Ég get líka alveg fullyrt það að þessir erlendu glæpamenn sem núna eru að taka sér bólfestu hér á landi eru langt á undan okkur í glæpamennsku og við þurfum að átta okkur á því að þetta eru íslendingar sem eru aldir upp við munaðinn hér á landi þetta eru harðsvíraðir glæpamenn sem svífast einskis.
Þar fyrir utan eru engar sannanir fyrir því að taser byssur hafi valdið dauða þvert á móti hafa þær bjargað örugglega hundruð mannslífa þar sem að þær voru frekar notaðar en skotvopn.
Jói (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:53
Sá þarna eina stóra villu,
Ég þekki líka þó nokkuð marga lögreglumenn og veit það fyrir víst að glæpamenn á Íslandi eru að vopnast og það eru ekki bara einhverjir smá hnífar og kylfur. Það sem að hefur gerst hjá nágrannþjóðum er að lögreglumenn hafa verið myrtir við skyldustörf og þá hefur verið gripið til þess að vopna lögregluna í þeim löndum, það sem að ég óska eftir er að við lærum af reynslu annara en önnum ekki beint í sömu gildrurnar, þú þarft ekki annað en að lýta til þróunar á öðrum norðurlöndum svo einfallt er það. Ég get líka alveg fullyrt það að þessir erlendu glæpamenn sem núna eru að taka sér bólfestu hér á landi eru langt á undan okkur í glæpamennsku og við þurfum að átta okkur á því að þetta eru EKKI íslendingar sem eru aldir upp við munaðinn hér á landi þetta eru harðsvíraðir glæpamenn sem svífast einskis.
Þar fyrir utan eru engar sannanir fyrir því að taser byssur hafi valdið dauða þvert á móti hafa þær bjargað örugglega hundruð mannslífa þar sem að þær voru frekar notaðar en skotvopn.
Jói (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:53
Jói (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.