9.5.2008 | 06:54
Batnandi fólki...
er best að lifa. Það hefur reynst okkur dýrkeypt að leggja niður strandsiglingar. Þar á íhaldið mesta sök. Ég get alveg tekið ofan fyrir Ármanni Kr. Ólafssyni og vona að hann fái stuðning í þessu máli. Steingrímur Sigfússon lagði þetta til í umræðuþætti fyrir síðustu kosningar. Bjarni Harðarson svaraði honum með því að segja að hann vildi færa þjóðfélagið aftur til ársins 1950. Vonandi er þetta ekki almenn skoðun í framsóknarflokknum. Þjóðvegir í þessu landi eru enn mjög bágbornir. Það myndi létta okkur róðurinn ef við kæmum sem mestu af þungaflutningunum út á sjó aftur. Það verður fróðlegt að sjá niðurstöðu hagkvæmnisathugana á þessari breytingu.
Strandsiglingar kall nútímans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.