2.7.2008 | 07:29
Litlar efndir.
Fyrir kosningar lofuðu flestir, ef ekki allir stjórnmálaflokkarnir, að afnema stimpilgjöld. Ég ætla svo sem ekki að gera lítið úr þessu skrefi en skelfing er það nú stutt. Metnaðinn til að standa við gefin loforð vantar alveg. Ungu fóki er nánast ókleyft að kaupa íbúð í dag. Verðbólgan á ólöglegum hraða, hæstu vextir í heimi og stjórnarherrarnir kunna betur við sig erlendis en hér heima. Hvernig væri nú að vera heima um sinn, vinna verk sín og standa við gefin loforð?
Stimpilgjöldin afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
alveg hjartanlega sammála. Amen.
Anna (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 07:40
Fyrirsögnin á fréttinni er röng. Það er ekki búið að afnema stimpilgjöld. Það er ennþá seilst niður í vasa þeirra sem eru að kaupa sitt annað eða þriðja húsnæði. Kannski álíta stjórnvöld að þeir aðilar hafi úr meiri peningum að spila. En staðreyndin er sú að flestir sem eru að stækka við sig eru að gera það vegna þess að fjölskyldan hefur stækkað og börnunum fjölgað. Þeir álíta kannski að barnmargar fjölskyldur séu vaðandi í peningum. Það er hreint óþolandi að ekki sé vilji til að fella stimpilgjöldin alveg niður. Þetta eru umtalsverðar peningaupphæðir sem hér eru í húfi. Það þarf að halda þessu máli á lofti og ekki láta það falla í gleymsku.
Bryndís Júlíusdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 08:31
Þetta er allt satt og rétt, Bryndís. Tel mig þekkja þetta nokkuð vel sem lögmaður og fasteignasali um langa hríð. Því má líka bæta við að hjónaskilnaðir eru tíðir hér á landi. Það fólk verður allt áfram útí kuldanum. Þetta þjóðfélag er ekki barnvænt heldur. Basl foreldra bitnar harðast á þeim sem síst skyldi. Ráðamönnum þjóðarinnar virðist standa á sama. Áfram í fílabeinsturninum. Allt í fínasta lagi og ekkert að.
Sigurður Sveinsson, 2.7.2008 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.