Pókerinn.

Þegar ég var ungur maður spilaði ég stundum póker. Þetta var ágæt skemmtun en það var aldrei lagt mikið undir. Það eru aðrar aðferðir viðhafðar í pókerspilinu núna. Nokkrir sjórnmálamenn og vildarvinir þeirra stjórna spilinu. Þátttakendur eru fáir og þeir geta ekki tapað. Við, sem erum ekki með í spilinu, verðum að borga. Gjafakvótakerfi, einkavinavæðing, stóriðjustefna með gjafarafmagni og svo framvegis. Einn spilari fékk 300 milljónir bara fyrir að setjast við græna borðið. Nokkrir menn með milljónatugi í laun í mánuði hverjum. Ég gæti haldið áfram. En mér er að verða illt af þessu. Meirihluti þjóðarinnar er orðinn að ánauðugum þrælum vegna þessarar spilamennsku. Ég bíð eftir uppreisn gegn lénsherrunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband