Hvíldarheimili.

Undanfarna áratugi hefur seðlabankinn verið notaður sem hvíldarheimili fyrir aflóga stjórnmálamenn. Menn eins og t.d. Tómas Árnason, Birgi Ísleif Gunnarsson, Steingrím Hermannsson, Finn Ingólfsson og Davíð Oddsson. Enginn þeirra með menntun sem hæfir starfinu.  Þó ég nefni þessi nöfn á ég ekkert sökótt við við þessa menn. En væri ekki rétt að breyta um stefnu í þessum efnum? Fá til starfa góða menn sem hafa haldgóða menntun og þekkingu til starfans. Fullyrðingar um að sá sem hefur verið í pólitík sé orðinn svo bólginn af mannviti og reynslu að hann geti hvað sem er, er bara gömul bábylja. Við skulum breyta þessu við fyrsta tækifæri. Örlög heillar þjóðar kunna að vera í húfi.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband