10.10.2008 | 08:03
Sökudólgar.
Í svartnætti núverandi ástands í efnahagsmálum íslendinga leita menn sökudólga. Við vitum öll hverjir hafa stjórnað bönkunum undanfarin ár. Afleiðingar pókerspilamennsku þeirra skella nú á okkur af fullu afli. En bera þeir einir alla ábyrgðina? Er fólk búið að gleyma upphafi útrásarævintýrisins? Samkvæmt gömlu helmingaskiptareglunni skiptu þeir Halldór og Davíð gömlu ríkisbönkunum á milli gæðinga flokka sinna. Annar er í seðlabankanum og hinn í makindum erlendis. Og stikkfrí. Í 12 ár stærðu þessir menn sig af góðum árangri sínum. Árangri, sem hefur valdið því að þjóðin rambar nú á bjargbrúninni. Við skulum ekki gleyma þeim strax.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.