Bakbyrðar.

Hvernig væri að byrja á að gera þýfið upptækt? Stokka upp spilin. Hreinsa til í bankakerfinu og reka þá sem voru á kafi í drullumalli gömlu bankanna. Helmingurinn af embættismannakerfi ráðuneytanna mætti fjúka í leiðinni. Tökum líka til í seðlabanka og FME.  Við eigum fullt af ungu velmenntuðu fólki til að taka við. Ríkisstjórnin er líka rúin trausti. Framkvæmdavaldið hefur sölsað undir sig löggjafarvaldið og Alþingi er orðið puntstofnun sem gert er að segja já og amen. Ný og ný spillingarmál líta dagsins ljós á hverjum degi. Sýn heiðarlegs fólks á þessu volaða skeri er ekki björt nú í árslok 2008.
mbl.is Persson: Allir verða að bera byrðarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband