Letigarðurinn.

Þetta er vont mál. Einhversstaðar verðum við að hafa pláss fyrir alla stórþjófana sem enn ganga lausir. Eða hvað? Það virðist lítill áhugi hjá valdastéttinni að bregða fæti fyrir hvítflibbaliðið. Auminginn, sem stelur einu læri fær tugthúsvist og lærið gert upptækt. En séra Jón og litli Jón er ekki það sama eins og fyrri daginn.
mbl.is Bagalegt að fresta nýbyggingu á Litla-Hrauni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Svo á að spara enn meir með því að "loka" fangelsinu á Akureyri, segja þeir. Ég hélt nú, satt að segja, að fangelsi væru alltaf lokuð. En það á víst að flytja þá að norðan á Hraunið næsta sumar, þótt allt sé fullt þar. Er ekki ráð að senda alla þessa útlendinga, sem eru á Hrauninu heim til sín? Það hlýtur að vera einhver lagabókstafur til þesskonar gjörða.

Haraldur Bjarnason, 17.12.2008 kl. 06:16

2 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Auðvitað á að senda þá heim til afplánunar þar. Það verður þó tæpast gert meðan núverandi stjórnvöld sitja sem fastast. Ráðherrarnir eru allir í eigin veröld. Veröld, sem okkur hinum er framandi.Bankarnir skulda 10 þúsundmilljarða erlendis. Einkabankar þeirra Davíðs og Halldórs. Fyrrum "eigendur" þeirra leika allir lausum hala og halda gamblinu áfram óáreittir. Almenningi blæðir og börnin okkar og barnabörnin verða borga. Þetta er arfleifðin frá yfirnagaranum í seðlabankanum og vofunnar sem flýði land.

Sigurður Sveinsson, 17.12.2008 kl. 08:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband