20.1.2009 | 07:36
Þjófagengi.
Hvað á að bíða lengi með handjárnin? Eru engin takmörk á linkindinni við mennina sem hafa sett landið á hausinn með svindli og svínaríi? Bundið börnin okkar og barnabörnin á skuldaklafa um mörg ókomin ár.Hér eru menn settir í fangelsi fyrir að stela einu kjötlæri en gangsterarnir virðast ósnertanlegir. Það er svo sem góðra gjalda vert að setja upp rannsóknarnefndir. Þær vinna þó með hraða snigilsins og þjófarnir brosa bara. Langlundargeð almennings er á þrotum. Ríkisstjórnin ætti að hundskast frá strax á morgun. Það eru flestir nema hún sjálf búnir að fá nóg.
Milljarðalán án áhættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er því miður svona, allt löglegt (en siðlaust) þar sem ekki var til fé veggna byndiskyldu bankanna þá lendir þetta á Íslendingum að borga, ef byndiskyldan væri fyrir hendi þá hefðu þeir ekki gamblað svona með peningana, þeir voru engu að tapa og það vissu þeir því ef allt færi á versta veg þá lenti þetta á ríkinu sem var ábyrgðaraðilinn á bönkunum.....því miður.
Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 07:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.