Afneitun.

Það var einkennilegt að fylgjast með forsætisráðherranum í Kastljósi í gærkvöldi. Eftir 18 ára stjórnarsetu Sjálfstæðisflokksins stöndum við nú í rjúkandi rústum. Ábyrgð Framsóknarflokksins er líka mikil á ástandinu. Fókið í SF virðist vera að átta sig á að þessi ríkisstjórn á enga framtíð. En Geir lemur hausnum við steininn. Hann er í björgunarleiðangri. Mokar skaflinn með Ingibjörgu. Það lá við að ég hreinlega vorkenndi ráðherranum. Mér detta í hug sumir gömlu hreppsstjórarnir sem héldu að enginn gæti stjórnað nema þeir sjálfir. Höfðu stórar áhyggjur af heiminum þegar þeir létu af störfum. Það sjá það flestir að stjórnin á ekki langt eftir. Nema Geir Haarde. Hann talar um stjórnlaust land ef ríkisstjórnin fer frá. Ekkert hægt að gera ef hann lætur stýrið af hendi. Þetta er auðvitað fráleitt. Það er lítill vandi að búa til ríkisstjórn sem sæti fram að kosningum í apríl eða maí. T.d. utanþingsstjórn eða minnihlutastjórn sem varin yrði vantrausti. Það er knýjandi nauðsyn á að vinna hratt í þessu efni. Hver dagur er dýr og við verðum að stöðva grjótkast og táragasnotkun. Forsætisráðherra segir að stjórnin njóti trausts og hafi mikinn þingmeirihluta. Það yrði honum til sóma að viðurkenna staðreyndir og biðjast lausnar. Leyfa þjóðinni að stokka spilin og gefa uppá nýtt.  Mín spá er sú að helgin muni bera stórtíðindi í skauti sér. Ingibjörg Sólrún er væntanleg heim. Ég vil nota tækifrærið til að senda henni góðar kveðjur og bataóskir. Ég vona að henni megi hlotnast kraftur til að vinna sigur á veikindunum og að hin góðu öfl verði henni hliðholl á öllum sviðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband