29.1.2009 | 11:36
Ómark.
Það er augljóst að Einar K. hafði ekkert umboð til að gefa út þennan kvóta. Hinsvegar skiptir litlu með að bíða með að afturkalla hann þangað til við höfum kosið. Það væri hið eðlilega að þeir sem þjóðin kýs taki ákvörðun.
Hvalurinn setur hnút í Frjálsynda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvers vegna vill veiðimaðurinn Sigurður Sveinsson afturkalla ákvörðunina?
Þurfum við ekki að nýta allar matarholur?
Sigurjón Þórðarson, 29.1.2009 kl. 11:43
Ástæða þess að ráðherra í starfsstjórn á að fara varlega er að stjórnin sem hann situr í nýtur ekki meirihlutafylgis á Alþingi. Þessi ákvörðun Einars er hins vegar í samræmi við vilja meirihluta Alþingis, þótt sá meirihluti njóti sín yfirleitt ekki vegna ofríkis öfgamanna, sem líta á hvalinn eins og hindúar líta á kýr, heilagar og ósnertanlegar skepur.
Skúli (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 12:01
Ég vil ekkert endilega afturkalla þessa ákvörðun. Það var bara óeðlilega staðið að henni . Miklu eðlilegra að ríkisstjórn sem mynduð verði eftir kosningar. Ég var nú að gæða mér á súrum hval í gærkvöldi og er sammála um að við eigum að nýta hvalinn eins og önnur gæði hafsins í kringum okkur.
Sigurður Sveinsson, 29.1.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.