25.2.2009 | 07:34
Rannsókn strax.
Það er óskemmtilegt að fylgjast með hverri frásögninni á fætur annari um einkennilegt ástand í Fsu. Ég kenndi í þessum skóla fyrir tveimur áratugum og finnst vænt um hann. Ég skora á Katrínu menntamálaráðherra að setja strax í fluggírinn og gera það sem gera þarf. Unga fólkið sem lendir í þessum hremmingum þarf sumt að burðast með þjáningar sínar árum saman. Þennan ljóta svarta blett þarf að afmá með öllum tiltækum ráðum. Katrín er rétt kona á réttum stað. Koma svo Katrín.
Keyrði 70 km í FB frekar en halda áfram námi í FSu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta byrjar nú á leikskólunum hér í Árborg svo þetta er ekki bara bundið við fsu
Mamma (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 08:49
Að hvaða leyti telur þú góða mamma að þetta byrji á leikskólunum? geturðu komið með dæmi um það?
Lesandi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:03
Þar er hópaskipt og er þú ert ekki í þeim hóp þá færðu ekki að vera með.
Mamma (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 10:06
Hvernig geturðu fullyrt það? ég veit ekki betur en að hverju einasta barni á deild sé skipt í hóp...
Lesandi (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:10
Ég held að þetta séu nornaveiðar fjölmiðla.
Svo kemur fyrir í öllum skólum. Það er enginn undantekning.
Jóhann Pétursson (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 18:32
Vá, svæðaskipt í leikskólum, ertu eitthvað verri? Hvað heldurðu að krakkarnir viti um svæðaskiptingar í leikskólunum auk þess sem að fæstir þekkjast eftir leikskólann. Held að ég eigi ennþá 3 vini sem hafa verið vinir mínir síðan úr leikskóla.
Þú ert bara bitur móðir rétt eins og þessi Jóhanna er bitur því að hún er svo leiðinleg og lokuð. Mjög einfalt.
Vel gert að kenna kennaranum um! Lærðu bara ...
Ívan Guðjón (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 20:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.