Þreytandi fréttir.

Mikið ofboðslega eru þessar framboðsfréttir leiðinlegar. Fólk keppist við að mæra sjálft sig uppúr skónum. Flestir er bólgnir af mannviti og hoknir af reynslu. Alveg vonlaust fyrir þjóðina að komast af án starfskrafta þessa fólks á þingi. Það hefur flest mikinn áhuga á að taka þátt í " uppbyggingunni sem framundan er". Og alveg sérstaklega vel til þess fallið.  Sumt af þessu fólki hefur reyndar tekið þátt í  hrunadansinum sem hér hefur verið stiginn með alkunnum afleiðingum.  Aðrir eru alsaklausir af því.  Nokkrir eru atvinnulausir og sjá þarna tækifæri á sæmilega launaðri vinnu. Það er ósköp mannlegt í sjálfu sér. Það er auðvitað nauðsynlegt lýðræðinu að fólk kynni sig. En sjálfhælnin er ákaflega leiðinleg. Einkum og sérílagi hjá þeim sem berir eru að verkum sem komið hafa þjóðinni á vonavöl.  Ég vona að úrslit kosninganna verði góð og allir kjósi rétt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband