Hún skánar lítið.

Véfréttinni frá Bifröst fer ekki mikið fram. Þessi kraftaverkamaður sem handvalinn var sem formaður framsóknarflokksins af draugnum sem flúði land hafði ekki erindi sem erfiði í pólitíkinni. Hann náði ekki einu sinni að verða þingmaður.Þrátt fyrir öll "þjóðlegheitin" Það er miklu faglegri skipun á þessum norðmanni en flestum öðrum, þ.m.t. Véfréttinni sjálfri. Seðlabankinn hefur lengi verið elliheimili fyrir pólitíkusa sem settir hafa verið í úreldingu. Fólk man kannski eftir Finni, Tómasi Árnasyni og Steingrími Hermannssyni. Svo má bæta Birgi Ísleifi við. Ég vona að þessi ósiður verði lagður af og spillingunni sem viðgengist hefur í áratugi verði komið fyrir á ruslahaugunum.
mbl.is „Hvað er faglegt við þetta?"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Heyr - heyr!

Anna Sigga, 4.3.2009 kl. 11:55

2 identicon

En fólk aftur á móti setur þá alla undir sama hatt en bæði Eiríkur og Ingimundur eru sérfræðingar sem voru ekki í pólitík og voru ráðnir á faglegum forsendum. Þeir sóttu báðir um auglýst störf og fengu á grundvelli menntunar og reynslu.

Oddný (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband