19.3.2009 | 11:22
Gorgeir.
Það vantar ekki sjálfálitið í bæjarstjórann í Hafnarfirði. Hann taldi sig nánast sjálfkjörinn í 1. sæti listans og hefur verið í heilagri fýlu síðan úrslitin urðu ljós. Nú telur hann að farsælast sé að hann skipi baráttusætið. Langbestur í það. Eðlilegast hefði að verið að hann viki hreinlega af listanum úr því hann getur ekki sætt sig við ósigur.
Lúðvík Geirsson í baráttusætið í Kraganum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lúðvík hefur ekkert fylgi fyrir utan Hafnarfjörð. Það var niðurstaða prófkjörsins. Er þá eftir nokkru að slægjast fyrir Samfylkinguna með hann í baráttusætinu?
Sigurbjörn Sveinsson, 19.3.2009 kl. 12:26
Lúðvík hefur séð að í 3ja sætinu ætti hann enga möguleika á ráðherrastóli ef SF verður í ríkisstjórn eftir kosningar. Skást fyrir hann að verma bæjarstjórastólinn áfram. Það er afar ólíklegt að hann nái í þingsæti út á 5. sæti listans, einkum og sérílagi eftir þennan vandræðagang.
Sigurður Sveinsson, 19.3.2009 kl. 13:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.