15.4.2009 | 08:26
Sannleikur?
Einn forsíðubloggarinn hér á Moggablogginu heitir Hjörtur J. Guðmundsson. Hann, eins og fleiri, leyfir engar athugasemdir við skoðanir sínar. Í nýjasta pistli sínum segir hann það æðsta markmið flokks Katrínar Jakobsdóttur að koma Íslandi undir stjórn evrópusambandsins. Það vita það flestir að þetta er haugalýgi. Þetta er þó kunn aðferð áróðursmeistaranna. Tilgangurinn helgar meðalið. Göbbels var t.d. nokkuð góður í þessu. Hvernig er fólk vinsað út til að verða forsíðubloggarar? Jafnvel 2ja daga pistlar birtast aftur og aftur. Nú ætla ég ekki að halda þvi fram að forsíðubloggarar svona almennt séu eitthvað verri en við hin. Þarna eru t.d. þónokkrir þingmenn. Jón Bjarnason vinstri grænn gefur engan kost á athugasemdum. Ekki heldur litli pókerspilarinn í framsókn. Og þeir eru miklu fleiri. Svo eru einnig margir sem ritskoða athugasemdirnar og birta þær ekki ef hinum heilaga sannleika er mótmælt. Dæmi um þá eru t.d. Stefán Friðrik Stefánsson og Árni Þór Sigurðsson. Ég hef nokkrum sinnum gert athugasemdir hjá svona bloggurum. En bara einu sinni hjá hverjum. Það er meira en nóg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.