16.4.2009 | 17:44
Auðvitað.
Stundum þurfa ráðherrar að slá á puttana á undirmönnum sínum. Þetta fallega dýr fær að sjálfsögðu að lifa. Reglurnar sem umhverfisstofnun vitnar í eiga einfaldlega alls ekki við í þessu tilfelli. Hjónin sem björguðu blessaðri skepnunni frá bráðum bana eiga heiður skilinn fyrir það. Þar var manngæskan ein að verki.
Mun tryggja að Líf fái líf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála þér Sigurður,þau hjónin eiga skilið að fá heiðurs-orðu fyrir þessa björgun,þetta er sönn og falleg saga um þennan kálf hjá þeim í Sléttu,góðar fréttir í kreppunni.
Jóhannes Guðnason, 16.4.2009 kl. 17:58
Þetta er rétt afstaða til hlutanna. Þegar ég rak augun í frétt mbl í morgun um atferli Umhverfisstofnunar þá trúði ég vart eigin augum. Ég hef alltaf haldið að þessi stofnun ætti að vernda umhverfið. En það verð ég að segja sem gamall sveitamaður og dýravinur, að því meir sem ég kynnist mönnunum því betur kann ég að meta dýrin.
Guðlaugur Guðmundsson, 16.4.2009 kl. 18:19
Ég er ekki svo viss um að skógarbændur, svo dæmi sé tekið, séu hrifnir af því að fara að ala hreindýr heima við. Fá ef nokkur dýr hafa skemmt trjágróður meira en hreindýrin, en vissulega var þetta vel gert hjá þeim hjónum á Sléttu.
Hulda Elma Guðmundsdóttir, 17.4.2009 kl. 09:49
Heyr heyr, mæltu manna heilastur og hvað erum menn svo að skipta sér af?
Ég reyndi ítrekaða að rækta kríur sem einkaherinn minn sem barn, þá kom aldrei neinn ráðherra að skipta sér af, finst svona einsog stakur umhverfisráðherra lítillar þjóðar sé fullmikill lúksus og hafi kannski fullmikinn tíma.
Einhver Ágúst, 28.4.2009 kl. 12:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.