20.4.2009 | 10:29
Lýðræði andskotans.
Það er tími til kominn að íhaldið átti sig á breyttum veruleika. Það er ekki lengur hryggjarstykkið í pólitíkinni. Umræðan um breytingarnar á stjórnarskránni sýna að það verður að breyta þingskaparlögum. Ef minnihluti getur kúgað meirihluta þingsins til uppgjafar með málþófi verður að breyta reglunum. Það var fyrst og fremst verk Björns Bjarnasonar að engar breytingar voru gerðar á stjórnarskránni. Hann sagðist myndu tala fram að kosningum ef á þyrfti að halda. Kannski er hann sjálfur ánægður að þetta skuli hafa verið eitt af síðustu verkum hans á þingi. Sem betur fer eru nú góðar líkur að sjálfstæðisflokkurinn bíði sögulegt afhroð í þingkosningum og verði áhrifalítill um næstu stjórn landsins. Það verður þó að koma í veg fyrir að þingmenn hans geti með ofbeldi stöðvað framgang góðra mála.
Engin ESB-aðild án atbeina Sjálfstæðisflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða hvaða, borgar sig nú að kjósa þann flokk sem er mest á móti því sem maður vill til að fá því framgengt.
Steinunn Hlynsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.