Kvótinn.

Kvótakerfið er einn svartasti blettur í allri sjórnmálasögu Íslands. Það er ekki skrýtið að það fari um gjafþegana þegar uppi eru áform um endurskoðun kerfisins. Þau eru þó löngu tímabær. Hins vegar verður aldrei hægt að bæta skaðann sem kerfið hefur valdið. Það verður aldrei hægt að endurheimta allt féð sem gjafþegarnir hafa dregið út úr atvinnugreininni. Peninga sem liggja í ýmsu sem kemur sjávarútvegi ekkert við. Eitt lítið dæmi. Flott sumarhöll í Grímsnesinu. Þar er hitastiginu stjórnað með fjarstýringu úr lúxusvillu í BNA. Eigandi beggja hallanna seldi brot af kvótanum "sínum" og notaði féð til fasteignakaupa. Lúxuseigna til að leika sér í.  Þetta er réttlæti kerfisins í hnotskurn.
mbl.is Mun setja bankana aftur í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skrítið að þú talir um kvótaeigendur sem gjafþega nú þegar um 90% af þeim aflaheimildum sem upprunalega var úthlutað hafa skipt um hendur á frjálsum markaði. Það er vel hægt að gagnrýna úthlutunina á sínum tíma, þessar aðgerðir ("fyrningarleið") eru hins vegar ekkert annað en hreinn og klár þjófnaður.

Hehe (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:28

2 Smámynd: Landfari

Hehe, ef ég, þú og Sigurður fengum allir úthlutða kvóta í upphafi en ég seldi þér minn hluta, þú Sigurði þína úthutun og Sigurður mér sína úthútun þá erum við allir með keypan kvóta en ekki úthlutaðan. Þannig að samkvæmt þínum rökum væri verið að stela af okkur einhverju sem við hefðum "löglega" keypt.

Ástæða þess að svona stór hluti kvótans hefur verið keyptur og seldur er einfaldlega til að búa til falskt eigið fé hjá útgerðarfyrirtækjunum sem þeir gátu síðan fengið lán útá.

Í bókhldi útgerðarfyrirtækis er ekki hægt að eignfæra úthlutaðan kvóta en það er hægt með keyptan kvóta.

Enda hafa skuldir sjávarútvegsins aldrei verið meiri en einmitt núna og útilokað að þeir geti nokkurn tíma greitt þetta til baka.

Landfari, 8.5.2009 kl. 10:49

3 identicon

Landfari: dæmið þitt á bara ekki við hér. Þetta er einföldun sem er notuð í þeim tilgangi að hrekja málflutning minn. Þú gleymir hins vegar að taka tillit til þess að kvótinn hefur líka þjappast á færri hendur. Það þýðir einfaldlega að í það minnsta, er einhver hluti kvótans hrein viðbót við upprunalega úthlutaðan kvóta.

Ég held nú reyndar að notist menn við "mark-to-market" bókhald sem er í dag GAAP (e. generally accepted accounting practice) þá sé hægt að eignafæra úthlutaðan kvóta.

hehe (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Landfari

hehe, af hverju á þetta ekki við? Viltu meina að aðeins 10% af þeim fyrirtækjum sem upphaflega fengu úthlutað kvóta sé enn starfandi. 90% séu nýir aðilar í greininni sem allir hafi keypt sinn kvóta á markaði.

Það er augljóst að þeir sem eru að selja kvóta eru líka að kaupa. Í dæminu mínu hér á undan fengum við allir lán hjá okkar viðskiptabanka til að kaupa kvóta sem ekki var endurgreitt við sölu á þeim hlutanaum sem var seldur. Peningarnir fóru að stórum hluta út úr atvinnugreininni en skuldirnar urðu þar eftir. Þess vegna skuldar sjávarútveguinn svona mikið í dag.

Landfari, 9.5.2009 kl. 15:41

5 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Fyrir nokkrum árum labbaði einn Samherjamaðurinn út úr fyrirtækinu með 3.2 milljarða í vasanum. Það er alveg sama hvaða aðferðum verjendur kerfisins beita. Engar þeirra standast nema til þess að verja allan þjófnaðinn. Fiskurinn hverfur ekki úr sjónum þó kerfinu verði breytt. Þennan þjóðarauð á að færa aftur í hendur eigenda hans. Vælið í kvótagreifunum er aumkunarvert. Látum þá bara væla.

Sigurður Sveinsson, 10.5.2009 kl. 09:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband