23.5.2009 | 08:22
Hraði snigilsins.
Einu sinni talaði Guðni Ágústsson um að verkin í landbúnaðarráðuneytinu gengu fyrir sig með hraða snigilsins. Nú liggja nokkrir útrásarvíkinganna loksins undir rökstuddum grun um auðgunarbrot og fleiri hegningarlagabrot. Samt er ekki búið að yfirheyra flokksbróður Guðna, Ólaf Ólafsson. Ekki hefur heldur heyrst af yfirheyrslum yfir öðrum sem grunaðir eru. Lagaheimildir eru fyrir að frysta eigur manna á meðan rannsókn stendur yfir eftir að þeir hafa fengið stöðu grunaðra. Hvernig væri nú að láta verkin tala? Dýrmætur tími hefur farið forgörðum. Vettlingatökin á þessu glæpahyski eru óþolandi. Vikingarnir gera það sem þeim sýnist og eftir því sem lengra líður veruð æ erfiðara að sanna sök þeirra. Við skulum þó vona að slóðin sé ekki með öllu hulin. Það verður engin sátt í þjóðfélaginu ef lögum verður ekki komið yfir þá sem sekir kunna að vera. Ég skora á hinn sérstaka saksóknara og aðstoðarfólk hans að hætta að drullumalla og spýta í lófana.
Nokkrir grunaðir um auðgunarbrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.